Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 53 í börnum er blóöþrýstingur lægri en í fullorðnum og á aö heröa slönguna að handleggn- um í samræmi við það eða minna á börnum. Ef þrýsting- urinn af henni veröur meiri en hámarks-blóðþrýstingur verð- ur blóðrásarstöðvun í hand- leggnum og fæst þá lítið eða ekkert blóð. Þvegið með alko- holi eða ether (nema þegar blóð er tekið til alkohol-ákvörðunar, notið þá 1 %0 sublimatuppl.). Blóðtökunálinni er haldið milli vísifingurs og löngutang- ar og haldið fyrir endann á nál- inni með þumalfingri„ Nálinni er stungið skáhallt og snöggt í gegn um húðina, og síðan inn í æðina. Með nokkurri æf- ingu finnst auðveldlega þegar nálin skreppur í gegn um æð- arvegginn, og er þá þumalfing- urinn tekinn frá, og blóðið lát- ið renna beint í glasið. Ef tekið er í mörg glös þá er þumalfingri brugðið fyrir nálarendann meðan skipt er um. Til þess að flýta fyrir blóðstreyminu má láta sjúklinginn kreppa og rétta úr hnefanum til skiptis. Þegar nóg er komð af blóðinu er gúmmíslangan tekin af handleggnum, vatnssækin bóm ull lögð að stungusárinu, og nálin dregin út. Sjúklingurinn er látinn lyfta upp handleggn- um og bómullinni þrýst að stungusárinu og sjúklingur síð- an látinn beygja handlegginn um olnboganm Ef notuð er dæla við blóðtökuna er nálin fest á hana áður en stungið er. Að jafnaöi er óhagræði í því að nota dælu, en hjá því verður ekki alltaf komizt. Úr börnum er oft erfitt að ná nægilega miklu blóðmagni, og er aðallega vegna þess að þau hafa miklu grennri æðar, og er þá ráðlegt að hafa grennri nálar við blóðtökuna. Úr smábörnum má ná nokk- uru blóðmagni með því að rista í hæl. Fætinum er þá haldið nokkrar mínútur í vel volgu vatni, núinn úr alkoholi og þerraður. Með vel beittum hníf er rist í hælinn samsíða lengd- arás útlimsins og blóðið látið renna í glas eöa tekið í pípettu. Bundið um á eftir með dauð- hreinsuðum umbúðum. Sinus stungu má gera á smá börnum. Þá er blóðið tekið úr sínus sagittalis með holnál og er þá stungið í fonticulus fron- talis í miðlínu, en ekki er ráðizt í þetta nema afar gildar ástæð- ur séu til, bæði vegna sýking- arhættu og hættu á hæma- toma intracranialis. Ef ekki sést æð, sem heppileg er til á- stungu, þá má oft finna hana með þreifingu (palpatio). Húð- venurnar, sem liggja ofarlega í subcutis, eru mjög oft allt of grannar og eru því djúpven- urnar venjulega heppilegri, en þær finnast oft ekki nema með palpatio, og sízt á mjög feitu fólki. Ef ekki tekst að finna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.