Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 10
54 L Æ K N A B L A Ð I Ð heppilega æð á framhandlegg, má reyna annars staðar, t„ d. á handarbaki, fótlegg eöa rist. Anaerob blóðtaka er gerð þegar hindra þarf aðgang and- rúmsloftsins. Blóðið er þá tek- ið í 10—20 ml. dælu með langri holnál. í dælunni eru hafðir 1—2 ml. af parafínolíu (paraf. liq.) og nálin er einnig fyllt af henni. Við ástunguna er stasis höfð sem allra minnst og skammvinnust og verður að gæta þess að ekkert fari af parafínolíunni inn í æðina, vegna emboli-hættu. í stóru skilvinduglasi er haft lítið eitt af parafínolíu og ef til vill einn- ig efni til þess aö hindra storknun. Þegar búið er að ná blóði í sprautuna er nálarodd- inum stungið í botn glassins og sprautan tæmd og verður þá blóðið undir parafínolíunni 1 glasinu. Ef notuð eru anti-co- agulantia verður að láta hæfi- legt magn þeirra í glasið áður en. blóðiö er tekið og hræra í blóðinu með nálinni eftir að búið er að koma því í glasið. Ef senda þarf blóðið, verður að fylla glasið af parafínolíu og láta þéttan tappa í. Til þess að ná öllu lofti úr glasinu er hol- nál stungið milli glasbarmsins og tappans meðan verið er að koma honum í. Betra er þó að bræða dálítið af parafíni (parafinum solidum) og hella því yfir olíulagið. Ekki má það dragast lengi að senda blóðið og bezt að sem allra skemmstur tími líöi milli blóðtöku og rannsóknar. Við rannsóknir á blóðinu er ýmist gerð athugun á serum, plasma eða heilblóðL Ef rann- saka á serum, verður að skilja það frá, eftir að blóðið hefir storknað í glasinu. Ef senda þarf serum til rannsóknar er betra að hafa skilið það frá heldur en að senda blóðið sjálft. Úr hverjum 10 ml. af blóði má vinna allt að 5 ml. af serum, en til þess þarf að hafa góða skilvindu með 2500—3000 snún.hraða á mínútu„ Þegar blóðið er orðið vel storknað er blóðkökkurinn losaður varlega frá glasbörmunum með hnífs- oddi eða glerstaut, glasið sett í skilvindu og skilið í 10—15 mínútur. Serum er síðan sogið ofan af með augnpípettu og sett í annað glas. Serum- vinnslan gengur venjulega bet- ur ef blóðið hefir staðið nokkr- ar klukkustundir áður en skil- ið er. Til þess að fá plasma eða halda blóðinu fljótandi verður að bæta sérstökum efnum út í blóðið og blanda þeim vand- lega saman við það. Efni þessi eru ýmist höfð ómenguð eða í upplausnum- Sameiginlegt með þeim er það að þau hindra coagulatio sanguinis. Gæta verður þess að þau séu höfð 1 réttum hlutföllum við blóðið. Helztu anticoagulantia eru:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.