Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 63 úr þessum faraldri. Mælt var mótefni gegn klassiskum A- stofni, klassiskum B-stofni, einum nýju stofnanna, sem kallaSur er Reykjavík I og svínavirus-stofni. í þessum faraldri reyndist sú aðferð gagnslaus til að ákvarða hvaða virus-stofn hefir verið á ferð- inni. Slíkt er fremur óvenju- legt, en svipuð reynsla fékkst í öðrum löndum síðastliðinn vetur, þar sem þesþir sömu stofnar voru á ferðinni. Er ekki ástæða til að fara hér út í frekari umræður um þetta at- riði. Alþjóða influenzumiðstöðin í London vinnur nú að því að draga upp heildarmynd af út- breiðslu influenzunnar í þess- um heimshluta á s.l. vetri. Nú munu liggja fyrir, vegna hinn- ar skipulögðu samvinnu, miklu meiri upplýsingar um gang veikinnar heldur en frá fyrri faröldrum Má því vænta þess, að slíkar kerfisbundnar rann- sóknir gefi gagnlegar upplýs- ingar um sóttarfar influenzu og verði til hjálpar við varnar- ráðstafanir gegn faröldrum síðar meir. Læknablaðið í hinum nýju lögum Lækna- félags Reykjavíkur segir um Læknablaðið (sbr. 1. tbl. þeesa árg.), að stefna skuli að því, að það komi út eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Vissulega væri þetta æskilegt, og mun ritstjórnin gera sitt til að svo megi verða, þó að hún sjái ým- is vandkvæði á því. Drátturinn, sem einatt hefir orðið á útkomu blaðsins, hefir ekki ávallt stafað af efnis- skorti, heldur mun oft hafa staðið á öflun auglýsinga, en auglýsingarnar hafa lengi gert það mögulegt að halda áskrift- argjaldinu niðri (á síðasta að- alfundi L. R. var þó ákveðið að hækka gjaldið í 75 kr.). Ef blaðiö ætti aö koma út reglulega í mánuði hverjum, mundi, a. m. k. fyrst um sinn, ekki unnt að hafa hvert blað stærra en eina örk, en frá rit- stjórnar sjónarmiði er oft mjög æskilegt að hafa blaðið stærra eins og verið hefir, er tveimur eða fleiri blöðum hefir verið slegið saman. Það er svo lítið, sem kemst á eina örk, einkum eftir að letr- inu var breytt fyrir nokkrum árum (nú komast þar aðeins % þe.^s er áður var), að iðulega þyrfti að skipta ritgerðum í tvennt, ef aðeins ætti að gefa út arkarblöð, og er þaö hálf- gert neyðarúrræði. Oft mætti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.