Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 12
70 LÆKNABLAÐIÐ venjulega fram eftir 3—7 daga, samtímis því aö verkirnir á- gerðust, Stundum var kennt um áreynslu eöa ofkælingu rétt áður. Lamanirnar voru slappar og óreglulega dreifðar (asymetri) en mjög breytileg- ar að útbreiðslu. Oftast voru það aðeins ein- stakir vöðvar eða vöðvasam- stæður sem lömuðust, t. d. axlavöðvar, adductores, abduc- tores eða rotatores femoris o.. s. frv., og kvörtuðu þá sjúkling- arnir oft aðeins um það, að t. d. handleggurinn væri ,,þung- ur“ eða að afl til átaka væri minnkað. Fáeinir, einkum í byrjun faraldursins, fengu þó algjöra lömun á einn eða fleiri útlim eða á bol„ Einn sjúkling- ur fékk tungulömun, sem þó batnaði fljótlega, annars bar ekkert á lömunum á svæði heilatauganna. Tveir fengu þvagteppu í 1—2 daga. Sina-reflexar hurfu ekki nema þegar um algjöra útlima- lömun var að ræða. Hyper- eða hypoalgesia fannst á útlimum, sem voru lamaðir, en annars virtist sársauka- og snertiskyn eðlilegt, oft var þó kvartað um náladofa og einkum dofa og kulda á höndum og fótum. Vöðvaeymsli, stundum aðeins á smáblettum, var mjög al- gengt einkenni og ekki aðeins bundið við þá vöðva, er voru lamaðir eða áttu fyrir sér að lamast. Greinileg hypotonia fannst oft í lömuðu vöðvunum og síðar atrophia, Fjörkippir (fibrillatio) sáust ekki en kvartanir um kippi og sina- drátt voru nokkuð tíðar. Hnakkastirðleiki fannst að- eins í nokkrum hinna þyngstu tilfella, en flestir kvörtuðu um verk aftan í hnakka eða hálsi og niður í bak, er höfuðið var beygt áfram. Laségues einkenni fannst stundum einkum þegar fætur voru lamaðir. Yfirleitt voru engin einkenni fi’á öndunar- eða meltingarfær- um nema obstipatio í nokkrum tilfellum. Tafla 4 gefur yfirlit yfir ein- kenni þau er fundust við skoð- un 25 sjúklinga um mánaða- mótin nóv.—des„ (J. Hj. S.). Þess ber að gæta, að þessir sjúklingar veiktust meira en allur fjöldinn, enda fengu 77% þeirra lamanir (en aðeins 28% allra skráðra). Mjög var það áberandi hve lengi sjúklingarnir voru að ná sér aftur og það þótt þeir fengju engar, eða aðeins óveru- legar lamanir. Það kom og ekki sjaldan fyrir, að þeim sló niður, ef þeir fóru snemma á fætur og lömuðust þá. Var fólki, er veiktist, því ráðlagt að liggja nokkurn tíma eftir að það varð hitalaust. Var algengt að þeir, sem veiktust lítið lægju 2—4 vikur, en aðrir lágu miklu lengur, jafnvel 2—3 mánuði-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.