Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 28
86 L Æ Iv N A B L A Ð I Ð Hemicolectomia dx. er nauð- synleg til að ná öllum lymfu- eitlum og a. m .k. 25 sm. af Lleum terminale og þriðji hluti af c, transv. er látið fylgja með við resectionina. ,,End to end“ anastomosis er gerð milli ileum og colon. Tumorar í c. transv. eru numdir burt gegn um miðlínu- skurð. Þegar engin víkkun e:- á colon proximalt, má vel gera strax anastomosis, ef ccecos- tomia er einnig gerð til örygg- is. Ef colon er þaninn, vegna þrengsla af tumornum, er rétt- ara að nota tvöfalda colos- tomia eftir resectionina. Cancer í eða við flexura lien- alis og colon descendens næst bezt gegnum þverskurð v. meg- in. Oft þarf að nema burt stó:-- an hluta af colon og jafnvel gera anastomosis milli c. transv. og colon sigm bæði til að ná öllum eitlum og af því að æðakerfinu er hættara þarna megin. Beina anastom- osis eða tvöfalda colostomiu er bezt að gera. Coecostomia er einnig til frekara öryggis dila- tation á spincter ani (með 4 fingrum), að lokinni aðgerð- inni, er oft til verulegs gagns. Þegar tumorinn er neðar. lega í col. sigm., eða á mótum þess og rectum, er ekki unnt að gera tvöfalda (double barrel) colostomiu og ég geri því ávallt „end to end“ anastomosis. í þessum tilfellum er lymfuvef- urinn 1 pelvis nákvæmlega fleg- inn burt. Þessa aðgerð ætti því ekki að gera, nema að um leið sé gerð colostomia 1 colon transv., hafi hún ekki veriö gerð áður. Þegar gera þarf abdomino- perineal resection vegna þess hve tumorinn er neðarlega, vil ég gera aðgerðina 1 einu lagi, ef mögulegt er. Ég sker burt nafl- ann og leiði colostomiuna þar út Ef um subacut obstruction er að ræða, er Lahey aðferðin notuð, þar sem fyrst er gerð cclostomia gegn um smáskurð og hinn endi colon sigm. er dreginn út gegnum aðalskurð- inn og festur í honum neðst. Sjálf abdomino-perinealresect- ionin er gerð síðar. Einstöku sinnum má nota ,,pull.through“ aðgerðina, ef lesionin er neðarlega í sigma eða rectum og ekki vaxin út gegnum vegginn. Sphincter er þá ekki eyðilagður. Rectum og sigma neðst flegin frá aðliggj- andi vefjum og dregin niður og görnin saumuð við sphincter. Það eru nokkur atriði, sem ég vildi leggja áherzlu á, við op. vegna ca. coli. Eftir að lifr- in og lymfueitlarnir hafa verið palperaðir, ætti að rannsaka allan colon. til að útiloka aðra primæra tumora. Annað er það, að samvextir á staðnum eða tumor-vöxtur út gegnum vegginn, ætti ekki að hindra menn í að gera radical-operat-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.