Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 95 þeirrar, er Bæjarráð Reykja- víkur skipaði 28., des. 1948, „til þess að gera tillögur um og undirbúa byggingu bæjar- sjúkrahúss og hjúkrunarheim- ilis.“ Fyrir fundinn hafði fé- lagsmönnum verið sent fjölrit- að nefndarálit spítalanefndar- innar. Urðu fjörugar umræður um málið, en að þeim loknum var kosin þriggja manna nefnd til þess að semja álitsgerð af hálfu L. R. um tillögur spítala- nefndar. í þriggja manna nefndinni voru: Alfreð Gísla- son, Snorri Hallgrímsson og Valtýr Albertsson,, Sú nefnd lagði álitsgerð sína fyrir næsta fund L. R. þ. 14. des. 1949, og lauk hún máli sínu með áskor- un á heilbrigðismálaráðherra, að hefjast þegar handa um byggingu hjúkrunarkvenna- skóla. Á fundi 18. jan. 1950 var Friðrik Einarsson málshefj- andi um endurskoðun á lögum L. R. Benti hann á að miklar breytingar á stjórn og skipu- lagi væru nauðsynlegar til þess að efla félagsskapinn. Störfin færu sívaxandi, en hvíldu að mestu á þremur mönnum. Nokkrar umræður urðu um þetta mál á fundin- um, en þó miklu meiri síðar, á aðalfundi og framhalds-aðal- fundum 1 marz og apríl. Má gleggst sjá afdrif þessa máls á hinum nýju lögum félagsins, (sem birzt hafa áður í blaðinu). Aðalfundi L. R„ lauk 18. apríl 1950. Úrslit stjórnarkosninga urðu þannig: Form.: Kristinn Stefánsson, Ritari: Sigurður Samúelsson Gjaldkeri: Friðrik Einarsson. Meðstjórnendur: Bjarni Jónsson, Guðmundur Eyjólfs- son, Gunnar Cortes, Hannes Þórarinsson, Jóhannes Björns- son, Kristbjörn Tryggvason, Ólafur Geirsson, Snorri Hall- grímsson, Þórður Þórðarson. Stjórn Ekknasjóðs var end- urkosin, en hana skipa: Hall- dór Hansen, Magnús Péturs- son og Bergsveinn Ólafsson. í stjórn heilsufræðisjóðs voru endurkosnir: Helgi Tómasson og Hannes Guðmundsson. Endurskoðendur: Páll Sig- urðsson og Ingólfur Gíslason. V ar aendurskoðendur: Karl Sig. Jónasson og Bergsveinn Ólafsson. Ritstjórn Læknablaðsins: Bjarni Konráðsson, Júlíus Sig- urjónsson og Ólafur Geirsson. Blaða- og útvarpsnefnd: Jó- hann Sæmundsson, Skúli Thor oddsen og Þórarinn Guðnason Gerðardómur: Bjarni Snæ- björnsson, Bergsveinn Ólafs- son og Eiríkur Björnsson. — Varamenn: Sigurður Sigurðs- son, Helgi Ingvarsson og Krist- inn Björnsson. Ó. G.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.