Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 89 mjólk, sem þar að auki er fló- uð, mun ekki varlegt að gera ráð fyrir meiru en lmg/lOOml Þótt ekki væri nema 3mg/10Ö ml í móðurmjólkinni fengi brjóstbarnið 18mg á dag en pelabarnið ekki nema um 4mg. Er því ekki að undra að pela- börnum hætti fremur til að fá skyrbjúgseinkenni. Trúlegt er að ungbörnum sé vel borgið með 15—20 mg á dag, og mun þá að jafnaði ekki hætt við að börn, sem eru á brjósti, fái of lítið af C-víta- míni. En pelabörnum ætti allt- af að gefa aukaskammt. í 2 matskeiðum af sítrónu- eða appelsínusafa mundu fást 10 —15 mg. og enn meira í sól- berjasafa eða vel meðfarinni saft. Álíka mikið (10—15 mg) mundi fást í 4 matskeiðum af nýjum rifsberja- eða bláberja- safa, einnig tómatsafa, en safa úr þessum berjum er ekki tre^standi eftir langa geymslu og heldur ekki saft. í kræki- berjum og aðalbláberjum mun vera talsvert minna en í blá- berjum og rifsberjum. Oft mundi koma til mála að gefa hreina ascorbinsýru fyrstu mánuðina. Þegar farið er að venja barn- ið af brjósti, verður að hafa í huga, að meö móðurmjólkinni er það svipt C-vítamíni, án þess að kúamjólkin bæti það upp nema að óverulegu levti. En þá fer fæðan að jafnaði að verða fjölbreyttari og koma nú kartöflur og ekki síður rófur að góðum notum. Gerum ráð fyrir að 6 mán- aða barn, sem búið er að venja af brjósti fengi 600 ml af kúa- mjólk á dag. Þar mundi það fá um 6 mg af C-vítamíni, jstund- um minna, stundum meira. En 1 lOOg af kartöflum mundu fást til viðbótar 5—10 mg og mætti komast af með það. Og ekki þyrfti nema lítið af gulrófum til að tryggja ríflegt magn af C-vítamíni. í 20 g. af soðnum gulrófum má gera ráð fyrir 6—9 mg af C-vítamíni, en vert er ,að minnast þess, að 1 gulrot- um er lítið af þessu vítamíni; (2—4 mg í lOOg). Ekki munu nein brögð að því hér á landi, að ungbörn fái skyrbjúg (M-Barlows veiki), enda fá langflest brjó;st. Ýmis vægari hörguleinkenni er erf- itt að þekkja og munu engar skýrslur um það hvort þau sjáist oft. Vel getur það hent, að villzt sé á sumum einkenn- um C-vítamínskorts og bein- kröm. T. d. veldur C-YÍtamin- skortur oft fyrirferðarauka um liðamót og einkum um mót rifja og geislunga Beinmynd- un er trufluð, tregða er á mynd- un eðlilegs osteoid vefs, er síð- an á fyrir sér að kalka og bein- gerast, en þess í stað myndast collagen-snauður bandvefur. Ef svo koma blæðingar undir beinhimnu verða liðamótin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.