Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 75 efri og neðri útlimum, en það var einn af fyrstu sjúklingun- um, sem veiktust og var aldrei talinn vafi á því að hann hefði fengið poliomyelitis. í 9 tilfell- um var talið aö lítilsháttar „lömun“ eða minnkað afl í heilum lim væri starfræns eðlis. Húðskynstruflanir, þ, e. hy- poalgesia eða hyperaesthesia, fundust áberandi oft. Stundum svaraði útbreiðslan til tauga (m. a. n, ulnaris, axillaris, cut. fem, lat., og infraorbit, einu sinni), en stundum til mænu- sneiða eða róta (S,, Lr,, T,). í 8 tilfellum virtust starfrænar truflanir liggja til grundvallar að miklu eða öllu leyti, enda varð útbreiðslan ekki skýrð á annan hátt. Rétt er að geta þess, að ekki var unnt að skoða sjúklingana oftar en einu sinni, sem þó hefði verið æski- legt, til aðgreiningar á starf- rænum og vefrænum truflun- um„ Einn sjúkl. hafði einkenni er gátu bent til skemmda í trac- tus dorsalis medullae, en ein- kenni frá tractus pyramidalis sáust aldrei. Vöðvaeymsli voru alltíð sem fyrr. Þrír kvörtuðu um eymsli um liðamót. Yfir- leitt var það áberandi hve mik- ið bar enn á kvörtunum um þreytu og þreytuverki, slapp- leika, minnisleysi, taugaóstyrk, svefnleysi, svita o. fl„ þ. h., einkum með tilliti til þess, hve tiltölulega létt veikin hafði lagst á flesta í upphafi. Nú veröur að hafa það hug- fast að ávallt má búast við að í kjölfar slíks faraldurs, sem hér var um að ræða, komi meira eða minna af starfræn- um truflunum, bæði samfara og óháð raunverulegum ein- kennum sóttarinnar og getur verið mjög erfitt að dæma um hve mikil brögð séu að slíku.' Virðist ekki ósennilegt að sjúklingafjöldinn og einkum hinn mikli munur á fjölda skráðra sjúklinga eftir kyni (yfir 20 ára) beri þessa nokk- ur merki. En þótt svo kunni að vera, þykir mega ætla að klín- iska myndin, sem hér hefur verið brugðið upp, sé í heild ekki stórvægilega úr lagi færð af þeim sökum. Leit að sjúkdómsorsök. Leit að virus. Sýnishorn af saur voru tekin frá tólf sjúk- lingum á Akureyri 15. og 16. janúar. Sum þeirra voru tekin frá sjúklingum, sem höfðu ver- ið veikir um tíma, þar eð æski- legt var að fá sýnishorn bæði frá mikið og lítið veiku fólki, en mikið veikir sjúklingar, sem nýlega höfðu veikzt, voru ekki fyrir hendi þá dagana. Fyrir milligöngu The Nati- onal Foundation for Infantile Paralysis í New York prófuðu þeir Dr„ H. A. Howe og Dr. C. E. Schwerdt í mænusóttarrann-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.