Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 30
88 L Æ K N A BLAÐIB ÞaS er gömul reynsla, að pelabörn fá stundum skyrbjúg (Möller-Barlows veiki), ejr brjóstbörn sjaldan, enda hefir komið á daginn að í konu- mjólk er talsvert meira af C- vítamíni en í kúamjólk. Nú getur C-vítamínmagn konumjólkur verið nokkuð breytilegt. Algengast virðist að það (sé innan markanna 4—8 mg/lOOml eða e. t. v. öllu frem- ur 3—6mg/100ml (3). Sumir telja að fari það niður fyrir 4 mg bendi það til þess, að móð- irin fái ekki nóg af C-vítamíni, en sennilega er það of langt gengiö. Fyrir nokkrum árum var C-vítamín mælt í mjólk 69 kvenna á fæðingardeild Land- spítalans, var það á tímabilinu janúar-marz. Flest sýnishorn. anna voru tekin á 3.—7. degi eftir fæðingu og í 60 þeirra mældist C-vítamínið milli 3,5 og 6,5 mg í 100 ml, en meðal- talið var 4,9 mg (4). Sam- kvæmt lauslegri áætlun var ekki talið líklegt að konurnar hefðu fengið meira en 30mg af C-vítamíni í dagsfæði. Að vísu fengust ekki fullnægjandi Konumjólk, C-vít. 5mg/100mi ---- — 4mg/100ml ---- — 3mg/100ml Kúamjólk, — lmg/lOOml upplýsingar um neyzlu ávaxta aukalega, en talið var að ekki hefði kveðið mikið að henni. Nokkur ástæða sýnist til að efast um, að vítamínmagn fæð- isins endurspeglist eins greini- lega í mjólkinni og í blóði, þó að almennt hafi verið litið svo á. Ef svo væri, hefði mátt búast við að minna hefði fundizt í mjólkinni hér á landi en raun varð á, nema ávaxtaneyzlan hafi verið meiri en talið var, Yfirleitt virðist og meðalmagn vítamínsins ekki eins breyti- legt frá einum stað til ann- ars í mjólk og í blóði, þótt það geti að vísu ekki talizt full- rannsakað. Mætti vel hugsa sér þann möguleika. að C-vítamín geti myndazt í mjólkurkirtlun- um, en það verður ekki rætt hér nánar (4). Taflan gefur nokkra hug- mynd um hve miklu munar að pelabörn fái eins mikið og brjóstbörn af C-vítamíni, ef ekki er um neina aukagetu að ræða. Er miðað við síðari hluta 1. mánaðar. í kúamjólk geta að vísu ver- ið um 2mg/100ml fyrpt eftir mjaltir, en í gerilsneyddri Dagskammtur .... Sykur- J,,lk vatn 7% Hita- C-vítamín nil ml einingar mg 600 414 30 600 414 24 600 414 18 400 400 376 4

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.