Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 35
L -K K N A B L AfilÐ 93 fara heim og gleyma þessu,“ eða „komið aftur til mín eftir sex mánuði, ef þetta er ekki horfið þá-“ Við þetta féllust fé- lagsstjórninni hendur í bili, hvað snerti fræðslu almenn- ings. Henni varð ljóst, að það var tilgangslaust að fræða fólk um byrjunareinkenni krabbameins, á meðan veru- legur hluti læknastéttarinnar var ófús til að mæta sjúklingn- um að minnsta kosti á miðri leið. Stjórnin söðlaði því um og tók að beina orku sinni að því að glæða áhuga læknanna á krabbameininu. Naut hún þar aðstoðar læknafélagsins á staðnum, Voru nú fengnir þekktir cancer-sérfræðingar frá New York til þess að flytja erindi, en lítt voru þau erindi sótt í fyrstu. Er frá því skýrt í greininni, að á fjórða fyrirlest- urinn hafi hlýtt þrír læknar og tvær heilsuverndarhjúkrunar- konur, og hafði þó tugum lækna verið boðið bréflega. En eftir fimm ára starf var við- horfið gersamlega breytt. Þá fjölmenntu læknarnir til slíkra fyrirlestra og létu hvorki veð- ur né vegalengd aftra sér, Auk þess voru þeir þá farnir að hafa vikulega fundi, þar sem cancer-tilfelli voru sýnd og rædd. Ég rek ekki nánar starfsemi þessa félags, eins og frá henni er sagt í áðurnefndri grein. Þar er á það bent, að þótt tómlæti hafi ríkt árið 1928 meðal am- erískra starfandi lækna varð- andi greiningu og meðferð krabbameins á byrjunarstigi, þá sé öldin önnur nú. Cancer- diagnostik og canser-therapi hafi fleygt fram síðustu 20 árin, og að sama skapi hafi aukizt áhugi læknanna fyrir að ná sem fyrst til sjúkling- anna, Væntanlega gildir hið sama um okkur íslenzku lækn- ana. Greininni lýkur þannig: „Mikils metinn handlæknir, — ekki þó í Nassau, — beitir títt orðtækinu: Krabbamein verður ekki læknað með aug- lýsingum,“ og er hreykinn af. Með því vill hann réttlæta and- stöðu sína við skipulagða al- þýðufræðslu um krabbamein. Fyrir skömmu kvartaði þessi sami handlæknir yfir því í er- indi, sem hann flutti í lækna- hópi, að sjúklingarnir kæmu ekki nógu snemma til sín með sjúkdóminn. Við skulum við- urkenna, að krabbamein lækn- ast ekki með auglýsingum, en við getum um leið bent hand- lækninum á, að hann getur heldur ekki læknað aðfram- kominn cancer-sjúkling. Hvort sem það er nefnt heilsufræðsla, áróður eða auglýsing, þá er eina leiðin til þess að hand- læknar fái sjúklingana 1 tæka tíð til meðferðar sú, að ná með einhverju móti traustu sam- bandi bæði við verðandi can-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.