Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 24
82 L Æ K NABIiAÐIB í huga, ef anæmia kemur fyrir eftir miðjan aldur,. Oft er unnt aö palpera tum- ora í coecum og colon ascend- ens, en við flexura hepatica er það sjaldan hægt, en einkenni þeirra geta einstöku sinnum gefið grun um mein 1 maga eða gallblöðru. Carcinoma vinstra megin í cqlon gerir vanalega vart við sig með hægðatregðu og auk- inni notkun laxantia. Því mið- ur eru þeir fáir, sem hægt er að segja að hafi eðlilegar hægðir, eftir miðjan aldur, og hægða- meðöl eru svo almennt notuð að breytingar, sem kunna að verða, gleymast auðveldlega. Þess vegna verður aldrei of oft á það bent, að sú breyting sem á að gefa gaum, er aukin hœgðatregða og aukin notkun hœgðalyfja. Blóð og slím með hægðum er algengt einkenni, sem oft er talið að sé vegna hæmorrhoida bæði af sjúkling og lækni. Það er einkennilegt, að hræðslan við krabbamein er oft í beinu hlutfalli við óskina um að fá ekki að heyra sann. leikann, svo að sjúklingar bíða með að leita læknis, þar til hægðir koma alls ekki og það neyðir þá til þess Einkenni sem alltaf á að hafa í huga, sérstaklega þegar um er að ræða tumora neðantil í colon sigm., er ef þlóð, slím og flatus gengur niður að morgunlagi. Seinna, þegar þrengslin verða svo mikil, að einungis þunnar hægðir komast í gegn, sjáum við hið klassiska einkenni, nið- urgang og hægðatregðu til skiptis. Óljósir verkir, oftast stað- bundnir v. megin, en geta þó verið um allt abdomen, eru al- gengir og oft í sambandi við vindspenning og ropa, Oft er verkurinn localiseraður, ef sigma er langt, í miðju eða jafnvel neðantvl hægra megin í abdomen, eins og kom fram í einum sjúklinga minna. Við skoðun á abdomen er ó- víst að hægt sé að palpera æxl- ið. í sumum tilfellum má finna óljósa fyrirstöðu, fyrir ofan hringvaxna (circulær) tumora, sem getur horfið eða komið, eftir consistens á faeces. Af því að distensionin mæðir fyrst á coecum, á að taka vel eftir öll- um einkennum þaðan, Kliniskri skoðun á abdomen verður að fylgja digital ex. ploration á rectum ásamt proctoscopi og sigmoidoscopi. Ég hefi oft verið undrandi yfir því, hve rectal skoðun er gerð fljótfæmislega, ef hún er þá gerð! Þá rannsókn verður að gera vel og palpera eins mik- ið af rectum og unnt er að ná til með fingri. Það er ekki fátítt, að ca. coli sé á fleiri stöðum en einum samtímis, svo að tumor í rect-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.