Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 16
8
LÆKNABLAÐIÐ
hinir 3 áratugirnir fylgjast að,
þó lækkun í yngsta flokki.
Hlutfallsleg aukning í eldri
flokkunum er ennþá augljós-
ari hér en í aldursskiptingu
sjúklinganna í heild. Af þeim,
sem dóu, voru fimmtugir og
eldri 0,8% 1911—’20, en 13,2%
1941—’50.
Dánartalcin fyrir lwern áratug.
Til þess að bera saman dán-
artöluna í heild, fyrr og síðar,
hef ég reiknað út dánartölu
livers áratugs fyrir sig, og þá
eru allir taldir með, einnig
börnin, sem dáið hafa í hæl-
inu. Ef miðað er við dána á
hver 100 dvalarár sjúklinga í
liælinu, verður útkoman þann-
ig:
Dánir
Ártal hver 100
dvalarár
1910—’20 33,7
1921—’'30 20,0
1931—’40 19,9
1941—’50 12,9
Ef síðasta tugnum er skipt
í tvennt, verða tölurnar þann-
ig:
Dánir
Ártal hver 100
dvalarár
1941—’45 17,3
1946—’50 8,4
(Með dvalarári er átt við dvöl
eins sjúklings í 365 daga).
Dánartalan lækkar þegar á
árabilinu 1921—’30, helzt liin
sama 1931—’40, en er svo mun
lægri síðasta áratuginn, og þó
einkum síðustu 5 árin.
Hér koma þó ekki öll kurl til
grafar. A. m. k. fram til 1930,
var það ekki fátítt, að dauð-
vona sjúklingar færu úr Vífils-
staðahæli, og dóu svo skömmu
síðar heima eða í öðrum
sjúkrahúsum. Síðasta áratug
mun þetta varla hafa átt sér
stað. Fyrstu tveir áratugirnir
hafa því lægri dánartölu en
þeim raunverulega ber, og
munurinn fyrr og nú ætti því
að vera ennþá meiri en fram
kemur í þessum tölum.
Niðurstaðan verður í stuttu
máli: Meðal sjúklinga í Vífils-
staðahæli s. 1. 40 ár, hefur
heldur fækkað fólki í aldurs-
flokknum 15—19 ára, og síð-
asta áratuginn einnig í aldurs-
flokknum 20—24 ára.
Ekki er verulegur munur á
aldursskiptingu karla og
kvenna.
Hámarksfjöldi einstaks ald-
ursflokks, öll 10-ára tímabilin,
er alltaf í 20—24 ára aldurs-
flokki.
Rosknu og gömlu fólki hef-
ur fjölgað í hælinu, hæði að
tölunni til og hlutfallslega, og
gætir þess mest síðasta ára-
tuginn.
Dánartölurnar sýna svipaða
breytingu, þ. e. fækkun ungra
og fjölgun gamalla, og það
jafnvel í enn ríkara mæli.
Aldursskipting karla og
kvenna, meðal dáinna, er svip-