Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 22
14
LÆKNABLAÐIÐ
dalshéraði, búizt við rólegri dög-
um, a. m. k. var hér varla lang-
ferðum fyrir að fara. Þó mun
reynslan hafa orðið önnur, enda
góðum lækni sjaldnast til setu
hoðið. Embættinu fylgdi sú
kvöð að fara um horð í öll skip,
er hér kæmu á nótt og degi og í
hvaða veðri sem var, til eftir-
lits. Slíkar ferðir voru ekki
heiglum hentar, enda ein slík
kostað fyrirrennara hans lífið
sem kunnugt er, og ónæðissöm
aukageta við hin daglegu störf
læknisins í bænum. En þó mun
mest hafa á hann reynt, enda
má með mestu þrekvirkjum telj-
ast, er hann kom á fót sjúkra-
húsi í sínu eigin heimili og gerði
þar meiriháttar aðgerðir eins og
opnun á hauskúpu við blæðingu
á heilann, holskurð við
sprungnu magasári og við blæð-
ingu frá rifinni lifrarrönd.
Svona líl’gefandi handhrögð
biðu hans er hann kom þreyttur
af sjónum draslandi í land með
þessa sjúklinga nær dauða en
lifi. Að sjálfsögðu naut læknir-
inn aðstoðar sinnar dugmiklu
konu eins og svo oft fyrr og
síðar.
Fyrir utan þetta gegndi Ölaf-
ur sínum öðrum störfum af
stakri kostgæfni og sem héraðs-
læknir var hann mjög reglu-
samur og skyldurækinn, enda
mun skýrslugerð lians og öli
frammistaða í embættinu hafa
skarað fram úr. Hann háfði
mikinn hug á að efla heilsu-
verndarstarfsemi svo sem
berklavarnastöðina og lieilsu-
vernd ungbarna og vanfærra
kvenna, enda iieyrði ég hann
fyrir mörgum árum, löngu áðm
en heilsuvernd kom á dagskrá
fyrir alvöru og í lagasmíð og i
skipulagða framkvæmd, flytja
fyrirlestur um „prevention is
better than cure“. Enda varð ó-
metanlegur árangur af starf-
semi ofangreindra stöðva, þótt
af vanefnum væri og á byrjun-
arskeiði.
Ólafur Lárusson hafði si-
vakandi áhuga á fagi sínu, las
mikið og fór auk þess í sigl-
ingar til sóknar í Mímisbrunna
annara landa, svo sem til Þýzka-
lands og Vínarborgar 1923, til
Oslóar 1926 og Parísar 1931 til
að kynna sér nýjungar og fram-
farir í læknafræðum, sem eins
og kunnugt er hafa orðið geysi-
legar um hans daga. Hann rit
aði og nokkuð um læknisfræði
o. fl. í Læknabl. og í tímaril og
hlöð. Meðal annars mun hann
hafa verið fyi'stur lækna liér-
lendis að rita um sprungin
maga- og skeifugarnarsár, og að
gera aðgerð við þeim. Hann
mátti teljast jafnvígur skurð-
og meðalalæknir, en þó held ég
að sjúkdómsgreiningin með hin-
um frumstæðu hjálpartækjum,
sem íslenzkir héraðslæknar hafa
oft orðið að komast af með, hafi
verið hans sterkasta hlið. Hann
þreyttist aldrei á að brýna fyrir
fólki í ræðu og riti hreinlæti og