Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 37. árg. Reykjavík 1952 1. tbl. ' Aldursskipting sjjii klinga í Vífilsstaðahæli 1910—1950 Erindi flutt í L. R. í janúar 1952*) €ft ir Ofaf Cjeiriion, Heilsuhælið á Vífilsstöðum hóf starf sitt 1910, og var fyrsti sjúklingurinn skráður þar þ. 5. sept. Fram til ársloka 1910 komu í hælið 49 sjúklingar, allir innan fimmtugs. Aldurs- skipting þeirra var ekki frá- brugðin þvi, sem gerðist fyrstu árin þar á eftir, og er þessum sjúklingum sleppt, en athuguð aldursskipting þeirra sjúk- linga, 15 ára og eldri, er komu í hælið á fjórum næstu 10 ára tímabilum á eftir, þ. e.: 1911 —’20, 1921—’30, 1931—’'40 og 1941—’50. Barnadeild starfaði í Vifils- slaðahæli 1921 til 1938, en var þá lögð niður. Fjöldi barna, á áðurnefndum tímabilum, er því mjög misjafn og ósam- *) Nokkuð stytt. bærilegur frá einu tímabili til annars, og s. 1. áratug má heita undantekning að börn hafi verið vistuð í hælinu. Hér verð- ur því ekki rannsökuð aldurs- skipting barna, heldur einung- is þeirra, sem eru 15 ára gaml- ir eða eldri. Aldur sjúklinganna er mið- aður við komudag. Sjúklingar, sem koma í hælið oftar en einu sinni, eru skráðir í sörnu sjúkraskrá, ef þeir konta aftur á samá ári, og verða því ekki tvitaldir eða margtaldir, nema ]ieir komi aftur á öðru alman- aksári en áður. Ég hef athugað aldursflokk- un karla og kvenna hvors í sínu lagi ár hvert, en síðan slegið þeim saman í 10 ára tímabil, til þess að fá liærri tölur. Linurit yfir aldur karla

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.