Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 18
10 LÆKNABLAÐIÐ voru og þar af leiðandi kunn- ugleika fólks livers af öðru, að það, sem engum mundi detta í hug að meta trúnaðarbrot af læknum erlendis, getur hér jafngilt þvi, að launungarmál manna séu æpt í hvers manns eyru. Sjaldan er um þau sjúk- dómstilfelli að ræða, að eðlileg trúnaðargát íslenzkra lækna þurfi að hamla því, að þeir birti hispurslaust ýtarlegar skýrslur um þau í innlendum læknaritum, svo sem í Lækna- blaðinu, Heilbrigðisskýrslum eða skýrslum sjúkrahúsa, ef þeir gæta þeirrar sjálfsögðu hefðar að dylja nöfn hlutað- eigandi sjúklinga með viðeig- andi skammstöfunum eða enn rækilegar, þegar skammstaf- anir kunna að þykja fullgagn- sæjar. Að vísu eru hvers konar sjúkdómstilfelli jafnaðarlega algert einkamál þeirra sjúkl- inga, sem fyrir þeim verða, cn liversdagsleg tilfelli sjaldnast viðkvæm leyndarmál, og hinu sama gegnir reyndar um frá- brigðileg tilfelli, ef þau eru á engan hátt líkleg til að vekja forvitni almennings, enda eru næsta lilil líkindi til, að nokk- ur fari að gera sér þá fyrirhöfn að rekja slík tilfelli til ákveð- inna aðila, þó að takast mætti. Að sjálfsögðu her þó læknum ætíð að hafa á sér allan vara, þegar um hanvæna eða alvar- lega ólæknandi sjúkdóma er að ræða, á meðan hlutaðeig- andi sjúklingur er enn á lífi. En allra helzt eru hér aðgæzlu- verð þau sjúkdómstilfelli, sem særandi er fyrir sjúkling að láta bendla sig við, eða metin mundu sjúklingi almennt til niðrunar, háðungar eða jafn- vel mannskenmida, og skiptir ekki máli, liversu ómaklegt það mat kann að vera, en ó- maklegt er það langoftast frá sjónarmiði lækna. Þó tekur út yfir, þegar slík sjúkdómstil- felli eru auk þess sérstaklega löguð til að vera efni í æsi- fregnir óvandaðra hlaðasnápa, en svo er þvi einmitt háttað um sjúkdómstilfelli það, sem orðið hefir tilefni þessarar hugleiðingar. Frá almennu sjónarmiði verður ekkert sett út á erindi Friðriks læknis Einarssonar. Þar er að öllu leyti læknislega farið með efni, og mundi hvar- vetna þykja tilhlýðilegt að hirta slíkt erindi í læknariti. Að venjulegum liætti er nafn hlutaðeigandi sjúklings tákn- að með upphafsstöfum einum, auk þess sem skýrt er frá aldri sjúklingsins og systkina- fjölda. Ef slík birting þessar- ar sjúkrasögu, ein út af fyrir sig, með ekki nánari vísun til sjúklingsins, teldist geta orðið hlutaðeigendum til ang- urs eða miska, væri það ein- göngu fyrir hinar sérstöku að- stæður fámennis og almennra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.