Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
11
kynna hér á landi. Miöur rétt-
lætanleg er frásögn af þessu
sama sjúkdómstilfelli í svo-
nefndu Fréttahréfi um heil-
brigðismál (ágúst, 1951), sem
að vísu er ritað af læknum, en
heinlínis ætlað almenningi.
Þangað átti þessi sjúkrasaga
tæplega annað erindi en að
vera æsifregn, og er hér þá
dæmi þess, að illur andi hlaða-
mennsku getur, þegar svo
ber undir, einnig hlaupið í
lækna, en þar á sá andi sízt af
öllu heima. Með þessu var skil-
litlum blaðamönnum gerður
óþarflega óvandur eftirleikur,
enda hefur einn slíkur þegar
séð sér leik á borði, farið á
stúfana og birt í einu dagblað-
anna (Alþýðuhlaðinu, 164. tbl.,
1952) umrædda sjúkrasögu
upp úr Læknablaðinu tilreidda
eftir sínum smekk undir við-
eigandi, feitletraðri, en að öðru
leyti litið lystilegri fyrirsögn.
Vera má, að þetta sé ekki í
fyrsta sinn, sem þessi sjúkra-
saga er birt í dag- eða viku-
blaði, þó að ég hafi ekki veitt
þvi athygli fyrr, en sé því ekki
til að dreifa og láti að líkum,
fara því fleiri birtingar á eftir.
Geta má nærri hlutaðeigend-
um, sjúklingnum sjálfum og
aðstandendum hans, hversu
þeim muni falla þessi óhrjálegi
fréttaflutningur með þar til
heyrandi óhjákvæmilegri
hnýsni málvina, nágranna og
hver veit liverra. Því að víst
fer því fjarri, að allur lands-
lýður liafi gengið á hönd
þeirri nýmenningu handan
um höf, þó að mjög vaði nú
uppi í þjóðlífi voru, sem met-
ur orðspor (publicity) til jafns
við orðstír og æðst gæða, enda
hefur fætt af sér þá orðspors-
græðgi og vakið það framtak
til að fullnægja henni, að of
margir vor á meðal ganga nú
orðið fyrir þessar sakir með
þann sálarmýl, sem stíflar því
nær alla farvegi blygðunar og
velsæmis.
Niðurstaða þessarar hugleið-
ingar er sú, að svo hagi til hér
á landi, að íslenzkir læknar
þurfi að gæta ólíkt meiri var-
úðar en starfsbræður þeirra
erlendis, ef sjúklingar hér eiga
að fá að njóta í verki þess trún-
aðar um einkamál sín, sem
þeir eiga heimtingu á sam-
kvæmt landslögum. í mínum
verkahring mun ég eftirleiðis
leitasl við að liafa þetta sem
rikast í huga, minnugur þess,
að illu lieilli er fyrirskijiað að
senda Heilhrigðisskýrslur öll-
um opinberum bókasöfnum.
Geng ég að því vísu, að þess
verði nú ekki langt að híða, að
einhver blaðpurkan taki að
snudda þar eftir drafi. En
jafnframt tel ég ástæðu til að
vekja á þessu athygli lækna
yfirleitt — einkum skrifandi
lækna — og ritstjórnar Lækna-
blaðsins sérstaklega. Beini ég
því til hennar að taka til at-