Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
15
einkum að þvo hendur sínar,
sjálfur var hann til fyrirmyndar
um slíkt í starfi sínu og snyrli-
legri umgengni. Hann var jafn-
an glaður og reifur heim að
sækja þrátt fyrir margskonar
erfiðleika, vonbrigði og mis-
skilning, sem við læknar förum
sjaldan varhluta af, en hann var
líkur gullinu, sem skírist í eld-
inum: hinir miklu kostir hans
komu æ betur og betur í ljós
með aldrinum, hann reyndi að
koma sem víðast fram til góðs.
Ölafur Lárusson var heilsu-
hraustur um dagana og seiglan
virtist óbilandi, hann þakkaði
það kjarngóðu uppeldi á Vatns-
leysuströndinni, en fyrir 2—3
árum kendi hann þvagtregðu
(hypertrofia prostatae) og kvið-
slits báðu megin og var hann
skorinn í Landspítalanum við
þessu öllu í einu. Hann þoldi
aðgerðina vel og var hinn liress-
asti á eftir og fór til Danmerkur
sér til upplyftingar, en um líkt
leyti tók meinsemd í andlits-
beinum að grafa um sig og hefir
nú þessi illkynjaði sjúkdómur
lagt hann að velli.
Eitt sinn skal hver deyja, og
sjálfsagt er okkur læknunum
ekki vandara um en öðrum, þó
mundu það flestir mæla, að ekki
hafi verið valið af betri endan-
um dánarmeinanna handa Ólafi
Lárussyni, og ekki þarf að ætla
að hann hafi farið í grafgötur
um sjúkdóm sinn því að fyrir
rúmu ári sagði hann við mig,
að hann mundi verða sinn ban;,
en hitt jafnvíst að hetjulund sú,
er hann sýndi í þessum ægilega
sjúkdómi, var honum og hverj-
um öðrum lækni samboðin.
Ólafur Ó. Lárusson kvæntisl
24. nóv. 1906 Sylviu Nielsinu
Guðmundsdóttur útvegsbónda
og kaupmanns að Stóru Háeyri
á Eyrabakka. Þeim varð 10
barna auðið og eru 9 á lífi. -—
Mikill harmur er kviðinn að
þeim við fráfall hins ágæta föð-
ur og eiginmanns. Vér collegar
Ólafs hér kveðjum hann með
þakklæti og söknuði.
Vestmannaeyjum 5. okt. 1952
E. Guttormsson.
Aðalfuiidiir
Læknafél. íslands
12.-14. júní 1952
Fundarstjórar voru þeir
Baldur Johnsen og Jón Steffen-
sen, en fundarritarar Ólafur P.
Jónsson og Ólafur Bjarnason.
Fundarsókn var ekki mikil,
t. d. komu engir læknar frá
Norðurlandi austan Blönduóss
eða Austurlandi og frá Suður-
landi austan Hellisheiðar að-
eins einn. Frá Mið-Vesturlandi
komu fjórir læknar, Vestfjörð-
um einn, Norðvesturlandi þrir.
Suðurlandi (utan Reykjavíkur-
svæðisins) einn og Vestmanna-
eyjum einn, allt héraðslæknar.