Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 24
16
LÆKNABLAÐIÐ
Aðalviðfangsefni fundarins
var að ganga frá nýjum lögum.
en samkvæmt þeim verður
Læknafélag Islands hér eftir
samband svæðafélaga (og e. t.
v. annarra aðildarfélaga), þó
að læknar, sem ekki eru í
svæðafélögum geti einnig ver-
ið í félaginu.
Á fyrsta degi fundarins var
kosin 7 manna nefnd (Kristinn
Stefánsson, Páll Sigurðsson,
Sigurður Sigurðsson, Eggerl
Einarsson, Bjarni Guðmunds-
son, Sigurður Ólason og Páll
Kolka), til að athuga frum-
varpið, sem félögum hafði ver-
ið sent með fundarboðinu, og
breytingartillögur, sem fram
höfðu komið. Var síðan frum-
varpið, eins og það kom frá
þessari nefnd, tekið til af-
greiðslu siðasta dag fundarins
og samþjdíkt að mestu óhreytt.
Breytingar frá upphaflega
frumvarpinu eru ekki veruleg-
ar. Helzta deiluefnið var 5. gr.
(sem nú er 6. gr.), þar sem ræð-
ir um fjölda fulltrúa frá hverju
aðildarfélagi. Varð það ofan á
að hætt var við ákvæði þess
efnis, að ekkert eitt aðildarfé-
lag (svæðisfélag) skyldi eiga
fleiri fulltrúa en öll hin sam-
anlagt.
Lögin voru afgreidd með
fyrirvara um orðalag, þar eð
ekki vannst tími til að atliuga
til hlítar þörf á orðalagshrejd-
ingu til samræmingar vegna
smávægilegra breytinga, sem
voru samþvkktar í siðustu um-
ræðu. Verða lögin þvi ekki sér-
prentuð fyrr en slíkar lagfær-
ingar hafa verið gerðar og
staðfestar á næsta aðalfundi,
sem verður haldinn samkvæmt
nýju lögunum. Lögin, eins og
nú var gengið frá þeim, munu
þó verða birt i Læknablaðinu
á næstunni ásamt fundargerð.
Stjórn var kosin samkvæmt
gömlu lögunum til eins árs og
var fyrrverandi stjórn endur-
kosin (Valtýr Albertsson for-
maður, Július Sigurjónsson rit-
ari, Jón Sigurðsson gjaldkeri).
Árstillag var ákveðið 200 kr.
eins og undanfarin ár og inn
heimtist þetta ár á sama hátt og
áður. Ennfremur voru sam-
þykkt tilmæli til félaga utan
Læknafélags Beykjavíkur um
að greiða að auki 100 kr. í
Ekknasjóð eins og félagar í L.
B. gera og hafa gert undanfar-
ið, enda hefir enginn munur
verið gerður á ekkjum Reykja-
víkurlækna og annarra ísl.
lækna við úthlutun úr sjóðn-
um. Til athugunar væri, hvort
L. í. ætti ekki að yfirtaka
Ekknasjóð, ef samningar tækj-
ust um það við L. R.
Gert er ráð fyrir að alm.
læknaþing samkv. nýju lögun-
um verði lialdið næsta ár í
sambandi við aðalfund sem
fulltrúar sitja.
FÉLAGSPRFNTSMIÐJAN H.F.