Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1952, Blaðsíða 21
L ,L K N A B L A Ð I Ð 13 um saman á skíðum og var þó með bæklaðan fót el'tir beinbrot um ökla, er hestur féll með hann þegar hann var læknir í Rang- árþingi. Það var áreiðanlega of- raun hverjum manni, sem þar var stundum lagt á hann, enda hefir því ósjaldan verið gleymt, að íslenzkir læknar séu mann- legar verur, sem geti orðið þreyttir eins og aðrir, þeir hafa líka fæstir dáið ólúnir né orðið ellidauðir hingað til. Austur á héraði naut ölafur Ó. Lárusson mikils og verðskuld aðs trausts sem læknir og heim- ilið að Brekku varð víðfrægt fyrir gestrisni og myndarsltap i hvívetna og átti læknisfrúin, Sylvía Níelsina Guðmundsdóttir frá Stóru Háeyri, þar bróður- partinn, þar sem læknirinn var vakinn og sofinn í starfi sínu og oft fjarverandi. Þau ljyggðu þarna upp, bættu húsakynni og tún og ræktuðu fagran trjálund við læknisbústaðinn. Ólafur Lárusson kenndi við Eiðaskólann fyrst eftir að hann kom austur. Þar kynntist hann mörgum ágætum mönnum bæði nemendum og samkennurum og minntist hann þess tíma ávallt með mikilli ánægju. Marga trygga vini eignuðust þau hjón og börn þeirra víða um Ilérað, ekki sízt í Fljótsdalnum, þar sem þau bjuggu lengst af tím- anum austur þar, enda var og tryggðin mjög ríkur þáttur i þeirra eigin eðli, og lifnaði ávallt yfir Ólafi er hann ræddi um vini sína að austan eða ef einhver þeirra sókti hann heim. Það fylgdi þeim líka söknuður er þau yfirgáfu hið fagra Hérað þar sem læknirinn hafði slitið kröftum sínum í 14 árog kynnst svo vel á ferðum sínum um það bæði í blíðu og stríðu að hann var farinn að elska það og fólk- ið, sem byggði það, en bætta varð leiknum þá hæst hann fór og áður en kraftarnir voru þrotnir. 18. maí 1925 var Ólafur Ó. Lárusson skipaður héraðslæknir i Vestmannaeyjahéraði frá 1. júlí að telja og jafnframt læknir við Frakkneska spítalann þar, unz hann var lagður niður 1928, en síðan við bæjarspítalann frá 1928—1930. Ólafur var formað- ur Rauðakrossdeildar Vest- mannaeyja frá stofnun og þang- að til í fyrra, og var undir bans forsjá útveguð hingað sjúkra- l)ifreið, sem reyndist bið bezta. Eftir tillögu deildarinnar hér var hann kjörinn heiðursfélagi Rauðakross Islands. Hann var formaður skólanefndar Vesl- mannaeyja 1932—1938 og lengi í sjúkraliússnefnd bæjarins. — Heiðursmerki hlaut bann bæði innlend og útlend og fleiri við- urkenningartákn. Hann gegndi og ræðismannsstörfum fyrir Frakkland og Dani síðustu árin. Vafalaust hefir Ólafur Lárus- son, er hann flutti hingað úr hinu víðfeðma og fragra Fljóts-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.