Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1953, Page 6

Læknablaðið - 01.02.1953, Page 6
82 r-* LÆKNABLAÐIÐ lyf berist að á næstu árum, og því vérðum við að hlíta þeim kostum, sem Íæknum eru jafn- an settir, að leggja til orrustu við illþýðið og létta ekki fyrr en það liefir verið að velli lagl. Hugmyndir um alþjóða lyfja- skrá voru rætídar á árunum 1874—1902. Árið 1902 er í Brussel á fundi, sem fulltrúar frá 19 löndum sátu, gerl upp- kast að „The First Internation- al Agreement for the Unific- ation of the Formulae of Pat- ent Drugs“, og var uppkastið staðfest 1929. Árið 1937 er sett á stofn „Teclmical Commission of Pharmacopoeial Experts“ af heilsufræðistofnun Þjóða- handalagsins. Árið 1947 skipar World Healtli Organisation (WHO) „Expert Committee on the Unification of Pharina- fcopoeias“, og hefir sú nefnd unnið að útgáfu fyrrnefndrar alþjóða lvfjaskrár (Ph. Int.). Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru sett niargs konar ákvæði um kvörðun (standardisation) ■ lyfja á vegum Þjóðahandalags- ins. Hefir þetta reynzt mjög mikilsvert, og er starfandi „Ex- pert Committee on Biological Standardisation“. Um nafngiftir segir í for- mála fvrir Ph. Int.: Latína hefir verið valin sem alþjóðamál í lyfjaskránni. Stundum hafa mismunandi sérlieiti verið notuð i ýmsum löndum um hið sama lyf. Eitt þessara nafna varð að velja sem skráð lieiti (offieial title) í Pt. Int., og vonandi taka lvfja- skrárnefndir einstakra ríkja þessi alþjóðlegu nöfn (Inter- national Non-Proprietarv Names = Int. Non-Prop. Nam- es) í þjóðlegar Ivfjaskrár. í fljótu hragði mætti ætla, að ekki væri vandasamt að húa til sæmilegt nafn á nýlt lvf, og á þessum öndvegistímum alþjóðasamvinnu ættu þeir, sem gera ný lyf hrjáðu mann- kyni til heilsubótar, að vera fúsir til samkomulags um nöfn á hin nýju efni. Á þelta skortir þó mikið, og kemur margt til. Flest lvf eru fyrst gerð í efna- smiðjum stórfyrirtækja, og þar er þeim gefið nafn, sem oft miðast fyrst og fremst við það að vera auðmunað hverjum lækni og skýrt greint frá öðr- um lyfjaheitum. Tíðast eru þessi nöfn lögvernduð (patent- eruð), og með því er ællazt lil þess, að framleiðandi öðlist um sinn eins konar einokunar- aðstöðu. Þótt öðrum takisl að gera sama lyf á annan liátt og séu því frjálsir að framleiðslu þess, er þeim óheimilt liið lög- verndaða nafn, að minnsta kosti um nokkurt árahil. Sama lvfi eru því oft gefin mörg nöfn, og er alkunnugt, hvilík- um glundroða og erfiðleikum þetta veldur. Vísindamenn hafa yfirleitt. tilhneigingu til þess að færa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.