Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 18
94 LÆKNABLAÐIÐ nota þennan stofn til að leita að niótefnum í blóði mann- fólks. Slíkar kerfisbundnar rannsóknir hafa verið gerðar nokkrum sinnum undanfarin ár, og aðalstuðningurinn undir skoðunina, sem cg rakti liér á undan, er fenginn frá þeim mælingum. í nóvemberhefti Tbe Ameri- can Journal of Hygiene er grein um mælingar á slíku mótefni í allmörgu fólki á átta mismunandi svæðum. Greinin er skrifuð af prófessor John R. Paul, forstöðumanni lieilsu- verndardeildar læknaskóla Yale báskólans i New Haven, Bandaríkjunum og tveim sam- starfsmönnum lians. Greinin styður ofannefnda skoðun mjög vel, en ísland er einn af stöðunum, sem þeir rannsók- uðu blóðsýnishorn frá. Hér er enginn kostur á að rekja efni greinarinnar, svo að til gagns megi verða. Hvað ísland snertir, þá segir hún meðal annars frá mótefnis mælingum á 188 blóðvatnssýn- ishornum, sem safnað var hér á landi árið 1950 úr heilbrigðu fólki á ýmsum aldri. Sýnisborn voru valin þannig, að þau dreifðust nokkurn veginn jafnt á alla aldursflokka frá ung- börnum til gamahnenna. Það sýndi sig, að hjá íslendingum myndast mótefni gegn mænu- sóttarvírusi að jafnaði fremur seint á ævinni. Það er t. d. ekki fyrr en um 15 ára aldur, að helmingur fólks hefur fengið þessi mótefni. A línuritinu, sem er gert samkvæmt upplýsingum í grein 'dr. Paul, sést, hvernig hundraðstala þeirra, sem mót- efnin hafa, hækkar með aldr- inum. Til samanburðar er dregin tilsvarandi lína fyrir ibúa Kairoborgar, en þeir voru fljótastir til að mynda mót- efni eða sýkjast af mænusótt- arvírusi af þeini hópum, sem rannsakaðir voru þessu sinni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.