Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 20
96 LÆKNABLAÐIÐ * Ur erl. læknaritum Erythromycin. Nýtt lyf hefut' enn bæt/t í hóp mycinanna og nefnist erythromy- cin eða „ilotycin“, unnið úr strepto- myces erythreus. Erythromycin er lútarkennt efni, og leysast 2 mg. í hverjum ml. vatns. Það er miklu áhrifameira í lútar- kenndum en súrum vökva. Gram-positivir sýklar eru næmir fyrir lyfinu, einnig neisseria og' hæmophilus. Hæmolytiskir keðju- sýklar mjög næmir, en klasasýklar nokkru minna. Corynebacteria þola ákaflega illa erytliromycin, hins vegar er það áhrifalaust á coli. Erythromycin getur komið að góðu gagni á sýkla, þótt þeir standist önnur antibiotica. Dagsskammtur er 1—3 gr., og lyf- ið er gefið á 3.—G klst. fresti. (Úr. Brit. Med. Journal, 15. nóv. 1952, yfirlitsgrein). Ó. G. Embættispróf í lækrtis- fræði í jan. 1953. Davíð Davíðsson, f. í Reykjavík 7. nóv. 1922. Foreldrar: Davíð Jóns- son, lögregluþj. og Kristin Guð- mundsdóttir k. h. Einkunn I, 163%. Gunnar Kvale, f. í Osló 3. marz 1923. Foreldrar: Ivar Andreas Kvale stórkaupm. og Marie kvale k. h. Einkunn I, meðaltal 10% stig (í próf- greinum siðasta hluta og meina- fræði. Lauk prófi í efnafræði, 1. hluta og' lyfjafræði í Svíþjóð með I. einkunn). Halldór Arinbjarnar, f. á Gunn- fríðarstöðum á Ásum 4. sept. 1920. Foreldrar: Kristján Arinbjarnar læknir og Guðrún Arinbjarnar k h. Einkunn I, 160%. Krú #./. Alþjóðaráðstefna um gigtarsjúkdóma. (Internat. Congress of Rheumatic Diseases) verður haldin í Genf 24. —28. ágúst 1953. L. í. liefur borizt tilkynning um ráðstefnu þessa frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu með ósk um, að tilkynnt verði liið allra fyrsta, hvort íslenzkir læknar liyggjast sækja ráð- stefnuna. Frá Alþjóðalæknafélaginu (WMA) hefur L. í. borizt tilkynning um að Nassau Hospital, Mineola, New York, gefi erlendum lækni kost á að starfa þar sem „Fellow in Ortho- pedics“ frá 6. okt. 1953 (væntan- lega um eins árs skeið). Kjör: Fæði, húsnæði og 50 í? á mánuði. Nánari upplýsingar gefur stjórn L. í. JYt/ir tannlaiEinaw Heilbrigðismálaráðuneytið hefir liinn 3. og 6. júní 1952 gefið út leyf- isbréf handa Hauki Clausen, Ólafi P. Stephensen og Grimi M. Björns- syni, til þess að mega stunda tann- lækningar liér á landi. Þeir luku ail- ir prófi í Tannlæknaskóla íslands í vor. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er L Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsvrentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.