Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 83 fræði í kerfi (,,systematisera“). Lyfjaframleiðendum er lifs- nauðsyn að selja framleiðslu sina. Þessi tvö sjónarmið rek- ast ekki sjaldan á, og þá er öðru nær en að vísindin fari alltaf með sigur af liólmi. Réttur sá, sem lög um einka- leyfi veita leyfishöfum, byggist á þeirri skoðun, að uppfinn- ingamenn séu mikilla launa verðir, og með sérnafni á lyfi leitast framleiðandi að jafn- aði við að skapa sínu fyrir- tæki sérstöðu til öflunar fjár og frama. Má segja, að hér sé fýlgt rikj- andi sjónarmiðum í fram- leiðslu og viðskiptum. En svo kemur til kasta Iæknanna, og þeir eru ekki að öllu leyti eins og aðrir menn, þótt fjarri sé mér að ætla þá ekki mennska. I fyrsta lagi er þeim illa við mörg nöfn á sama lyfi vegna þeirra örðugleika, sem þessi nafnafans veldur í sambandi við lestur tímarita og fræði- bóka sem og við lyfseðlaskrift- ir. f öðru lagi vill það við brenna, að sérlvf séu dýrari en hin skráðu lvf, og þá fyrst fáist lækkun á lyfjaverði er lyf- ið hefir verið „skráð“, þ. e. fengið sæti í löggiltri lvfjabók (officinelt lyf). Sjónarmið lækna verður þvi eitt gott nafn og eins ódýrt lvf og verða má. Hér ber því oft mikið á milli. Við viðurkenn- um að sjálfsögðu, að lyfja- framleiðsla og' uppfinning nýrra lyfja sé mikilsverð, en því aðeins nýtast lyf, að gefin séu á grundvelli staðgóðrar læknisfræðilegrar þekkingar, og er það jafnan hlutverk lækna að skapa þann grund- völl. Er ])að og keppikefli þeirra, að vinna þar að, og ó- skráð lög, að sú þekking skuli öllum heimil og án nokkurra kvaða. Segja má, að hér sé dregin markalína milli tækni og vís- inda, kaupmennsku og læknis- listar. En á vorum vélrænu fjárplógstímum er þess mikil þörf að styrkja bið óeigin- gjarna starf, þennan andlega aflgjafa læknisstarfsins, og vænlegast að treysta á það til virðingar einstaklingum og viðgangs allri stéttinni, því að bið ljúfa leiði velmegunarinn- ar leiðir sjaldan til mikilla af- kasta. Þegar Ph. I). 1918 er borin saman við Ph. D. 1933, sjáum við, að nafnabreytingar á efn- um og drogum eru þar furðu litlar. Helzt, að acidum diaethvl- barbituricum, acidum phenyla- ethylbarbituricum, allypropyn- alum og diallynalum breytist í diemalum, pbenemalum, allv- propymalum og diallymalum. Þ. e. a. s. -malum er tekið upp sem sameiginlegt niðurlag i nöfnum barbitursýrusam- banda.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.