Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 93 mænusóltarvíruisi * Islendinga Alóieíni gegn í blóði Fyrir nokkrum árum var al- mennt trúað, að mænusótt væri algengari í tempruðu loftslagi og meðal þjóða, sem stæðu á tiltölulega háu menningarstigi og þrifnaðar. Þetta var einn af leyndardómum þess dularfulla sjúkdóms, Undanfarin ár hafa fært skýringar eða öllu heldur leiðréttingar á þessmn skoð- unum. Hér væri of langt að rekja til fulls rökin fyrir þvi, að nú er uppi nýr skilningur á þessu atriði, cn í stuttu máli virðist sannleikurinn vera þessi: Mænusóttarvírus er mjög út- hreitt víðasl hvar á hvggðu hóli. Þar sem lieilhrigðis og hollustuliættir eru frumstæðir, svo seni meðal hinna fátæku hitaheltisþjóða, er virusið á- kaflega útbreitt og sýkir að jafnaði langflesta einstaklinga þegar á harnsaldri. Á sumurn stöðum eru jafnvel flestöll hörn húin að sýkjast á fyrsta eða öðru ári. A þessum stöð- um er barnadauði af mörgum orsökum ákaflega hár og eng- an veginn alltaf Ijóst, Iivað dauðanum veldur. Lamanir og hæklanir á fólki þykja jafnvcl ekki tiltökumál, en menn, sem ferðazt hafa um þessi lönd og gefið þessu gætur, telja sig liafa séð þar allmikið af af- leiðingum lömunarveiki, þótt áður væri talið, að hún mundi ekki vera útbreidd í þeim löndum. í löndum með betri heil- brigði og meiri þrifnaði sýkj- ast miklu færri af lömunar- veikivírusi á ungum aldri, en menn eru í staðinn að smásýkj- ast, fleiri og fleiri eftir því sem árunum fjölgar, og sumir þeirra lamast eins og alkunn- ugt er á unglings- eða fullorð- insárum. Líklegt er, að hækk- aður meðalaldur mænusóttar- sjúklinga á undanförnum ára- tugum hér og annars staðar eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að heilbrigðis- hættir voru áður lélegri og því meiri ástæða til að börnin og unglingarnir smituðust, en flest fullorðna fólkið var þá orðið ónæmt og veiklist ekki í faröldrunum. Nú er orðið kunnugt, að þrenns konar mismunandi stofnar eru til af mænusóttar- vírusi. Einn þeirra, nr. 2 eða svonefndur Lansing stofn, get- ur sýkt mýs og fá þær af hon- um sjúkdóm, sem mjög líkist lömunarveiki i mönnum og öpum. Serum úr fólki, sem hefur sýkzt af tilsvarandi stofni, eyðir vírusverkuninni á mýsnar, og má þess vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.