Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 14
90 LÆKNABLAÐIÐ sem leita sér lækninga við ur- etliritis, liefir gonorrhoe, hinir allir svokallaða urethritis simplex eða non gonorrhoiea. Af þessum ástæðum hefir Heilbrigðismálastofnun Sam- einuðu þjóðanna látið þetta mál sig miklu skipta og víð- tækar rannsóknir hafa farið fram til að krvfja ])etta sjúk- dómsfyrirbrigði til mergjar. Rannsóknir þessar hafa leitt í ljós, að urethritis simplex herst langoftdst manna á milli við coitus, með öðrum orðum, er á einhvern hátt smitandi sjúkdómur. Incubations-tíminn virðist vera mjög misjafn, frá 1—3 vikur. Sú staðreynd, að sjúkdóm- urinn smitar við eoitus, studdi mjög þann grun sumra lækna að hérkynni aðvera um nýttog áður óþekkt sóttnæmi að ræða, en svo hefir þó ekki reynzt, heldur hefur komið í Ijós að oi’sakirnar að hinni svoköll- uðu urethritis non gonorrhoica geta verið margvíslegar, en til að geta unnið bug á þessum þráláta og hvimleiða sjúkdómi er nauðsvnlegt að greina á milli þeirra og liaga meðferð- inni eftir því. Þegar leitað er að orsök ur- ethritis simplex, verður fyrst að útiloka þau utanaðkomandi álirif, sem oft geta valdið hólgu í þvaggöngum svo sem: minni háttar meiðsli á kynfærum, notkun sterkra sóttvarnarlyfja, sem e. t. v. hefir verið dæll inn í þvagrásina, corpora ali- ena o. s. frv. Ennfremur má hafa í huga, að mikil crystaluria (fósföt, uröt. oxalöt) getur sært og valdið bólgu i þvagrás, sömu- leiðis sterkt sykurmengað þvag diabetes-sjúklinga. Avitamin- osis er einnig talin geta valdið sjúkdómsbreytingum i slímhúð þvagfæranna, og fleira liiætti nefna. Einkenni sjúkdómsins eru alla jafna lík og eru flestum kunn: Lítilsháttar slímkennd eða mucopurulent útferð, sem gerir einkum vart við sig að morgni dags. Samfara þessu er oft aðkenning af dvsuria. Sjúkdómnum geta fylgt liinar sömu complicationir og gon- orrhoiskri urethritis: prostat- itis, vesiculitis, epididvmitis og arthritis. Við venjul. smásjárrannsókn með Gram-litun á útferðinni finnst sýklagróður, sem að vísu getur verið nokkuð breyti- legur, en hefir þó vanalega sama heildarsvip: Innan um meira og minna af epithelcell- um og leucocytum finnast staphvlococcar, streptococcar, coli-tegundir, stórir Gram- negativir og Gram-positivir diplococcar og stundum mjög smáir gramnegativir micrococ- car. Enda þótt ýmsar af þessum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.