Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1953, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 87 íhuga nijög vandlega hverju hann sprautar. Nafninu In- jeetabile er því ætlað að skapa sérstakt öryggi, og þar er kom- ið að kjarna málsins og þeim grunni, sem öll lyfjaform eru rist á. Öryggi fyr.st og fremst. („Safetv first“). Þetla sjónarmið felst í nöfn- um sem: Causticum, Oculent- um, Oculoguttae, Solublettae o. s. frv. Guttae i því formi, sem Ph. I). 1948 markar þeim, gera læknum auðveldari lyfseðla- skriftir þeirra lausna, sem tíð- ast eru skammtaðar i dropa- tali. í væntanlegri norrænni lyfja- skrá mun lyfjaformum fjölga allmikið og vérða þar: Oriblettue: Töflur með á- kveðnu innihaldi læknislyfs, ætlaðar til upptöku (resorp- tion) frá munni. Implantablettae: Töflurmeð á- kveðnu magni læknislyfs, er leggja skal í hold. Lagenulae: Koma í stað Vitr- um operculátum. Vitrellae: Afmæld lyf í loft- þéttum glösum, eða hylkjum úr öðru efni, og er til þess ætlazt, að sjúklingar brjóti þau og andi að sér innihald- inu. Denticoni: Lvf i rótargang, af- mæld (doseruð). Irrigablettae: Töflur, ætlaðar til framleiðslu á lausnum til innhellingar í þarma eða skolunar á holrúmum. Conspergentia: Dreifiduft á húð, slímhúð eða í sár. Fumogena: Mjög fín, sæfð duft, til úða-gjafar. Collyra: Lausnir til augna- baða. Rhingouttae: Nefdropar. Otoguttae: Eyrndropar. Dentiguttae: Tanndropar. Dermoguttae: Fljótandi lyf, sem núið er vandlega á liúð í þeim tilgangi að virk efni berist inn í líkamann (res- orberist). Emplastra vulneriu: Hefti- plástur með áfestri sára- grisju, lyfborinni. Dulciblettue: Töflur, ætlaðar til að tyggja eða láta renna í munni. Syringulue: Koma í stað Car- pulae. Diluenda og Triturationes liafa ekki mikla þýðingu fyrir lækna. Ég skal ekki þreyta menn með lengri upptalningu, en af þessu má sjá hvert stefnir. Fleiri lyfjaform, meiri sér- greining og jafnframt þrengra notkunarsvið hinna einstöku lyfjaforma. Er hér stefnt að því að gera læknum lvfseðla- skriftir og lvfjanotkun auð- veldari og hindra hendanleg mistök. í Ph. D. 1948 og N.F.N.-nöfn- um bætast við ca. 274 ný lyfja-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.