Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 6
82 LÆKNABLAÐIÐ þau bæði orku sína og efnivið- inn í líkamsbyggingu sína til- búin úr vefjum fóstrans. Til þeirra er þess vegna mjög erf- itt að ná án þess að valda fóstr- anum tjóni um leið. Á siðustu árum minnkar sífellt tjón það, sem ektoparasitar og bakteríur valda á heilbrigði menningar- þjóðanna. Hins vegar hrekkur geta okkar ennþá skanimt í viðureigninni við vírusin, en það er vegna þess, hve miklu tryggari aðstöðu þau hafa í sambúðinni við líkamann, það er að segja, live parasitismi þeirra er miklu fullkomnari. Gegn vírussjúkdómum eru því aðeins tiltækar immunbiolog- iskar ráðstafanir, enn sem komið er, og duga þær þó nær aldrei til lækninga beldur að- eins til varna. Af ofansögðu má ráða, að vírussjúkdómarnir verði síð- astir til að víkja og munu lialda velli lengi eftir að lækna má infektionir, sem stafa af stærri lífverum. Nú eru vírus ákaflega ólík hvert öðru. Stærðarmunur þeirra innbyrðis er geysimik- ill. Hin stærstu eru um 450— 500 mp, en hin smæstu um 10 mg í þvermál, þ. e. a. s. hin smæstu eru 100—150 þúsund sinnum minni að rúmmáli en hin stærstu. Stærstu vírus er eðlilegt að telja til lifandi vera, en hin smæstu líkjast miklu meir sumum eggjahvituefnum, svo sem enzymum. Stærri teg- undirnar, eins og t. d. kúabólu- vírus, hafa væntanlega talsverð sjálfstæð efnaskipti, enda má nú þegar koma við chemother- api við sjúkdómum,sem stafa af sumum þeirra, svo sem psit- tacosis. Hin smæstu hafa á- reiðanlega miklu minni sjálf- stæð efnaskipti, enda er enn- þá engin von um chemotherapi gegn þeim (mænusótt). Tvær leiðir má fara til að verjast vírussjúkdómum: Sú fyrri útheimtir nákvæma epi- demiologiska eða kannske eko- logiska þekkingu á hegðun vírussins ogþeirri hringrás sem það lcann að fara í náttúrunni milli ýmissa dýrategunda o. s. frv. Þegar slík þekking er fengin má stundum rjúfa þessa hringrás eða a. m. k. verjast allri snertingu við virusmeng- uð efni eða dýr. Hin aðferðin er að beita im- munhiologiskum aðferðum til að vernda einstaklinga iafnvel þótt umhverfið sé sýkt. Fyrri aðferðin er oft á tíðum mjög flókin einkum vegna þess að langflestir virussjúk- dómar hafast ekki aðeins við i einni dýrategund, t. d. mann- inum, heldur venjulega í fleiri dýrategundum og oft i mjög mörgum. Það liggur þá í aug- um uppi, að fullnægjandi epi- demiologisk þekking á sjúk- dómunum, sem þeir valda, verður að ná til allra þeirra dýrategunda af hverju land- svæði, sem gela tekið vírusið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.