Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 14
90 LÆKNABLAÐIt) Þetta er sjúkdómsmynd, sem ekki finnst í kennslubókum. í þessu barni fundum við cox- sackievírus og að sjúkdómn- um afstöðnum voru í blóði hennar mótefni, sem gátu neutraliserað þetta vírus. Það er því naumast vafamál, að á tímabilinu sýktist hún af cox- sackievírusi. Þar með er þó ekki sagt, að það vírus hafi endilega valdið sjúkdómsein- kennunum, sem ég taldi upp. Ég segi einungis frá þessu hér til að minna fundarmenn á, hve mikið er óunnið og hve lítið við vitum, um ýmsar af þeim sjúkdómsmyndum, sem fyrir koma í daglegu lifi. Kerf- un kennslubókanna er alltof ósveigjanleg. Bezt gæti ég trú- að, að minni liluti þeirra in- fections sjúkdóma, sem fyrir koma umhverfis okkur, sam- rýmist kerfun kennslubók- anna. Sláturbóla. Hér á landi kemur fyrir kvilli, sem sumir kalla slátur- bólu eða hornasótt, læknar nefna hann stundum granu- loma, og fleiri nöfn eru til á honum. Sláturbóla er rauðleitt þykkildi i húðinni oft dálítið uppmjótt með sári í toppinn og kemur oftast á hendur eða and- lit. Þið kannist allir við þessar bólur og eins við hitt, að menn fá þær venjulega eftir að hafa handleikið sauðfé eða slátur af sauðfé og þá fyrst og fremst kannske hornin eða hausa og lappir. Af ofansögðu mætti ætla, að sýkillinn eigi heim- kynni sitt í sauðfé og berist að- eins endrum og eins til manna. Hvað er nú hæft i þessu? Fyrst þyrfti að athuga, hvort í sláturhóluskemmdum i fólki finnst eitthvað, sem getur sýkt sauðfé. Ég hef prófað það þrisvar sinnum. I tvö skipti fannst vírus, sem olli ntjög sér- kennilegum sjúkdómi í húð kindanna. í þriðja skiptið tókst ekki að finna neitt vírus, enda var það húðstykki, sem þá var prófað mjög illa kom- ið og naumast von um að finna vírus í því, þótt það hefði ver- ið þar í upphafi. Sé þessurn vírusum núið inn í húðrispu á kind grær rispan eftir tvo til þrjá daga, en eftir fjóra lil fimm daga fer hún að roðna að nýju. Bóla eykst í nokkra daga, myndar mjög fallegar pústúlur, sem hrúðra og gróa síðan aftur á þrem til fjórum vikum. Ég tel nær vafalaust, að það vírus, sent hér urn ræðir, sé hið sama og veldur „contagious pustular dermatitis“ i sauðfé. Þetta er sjúkdómur, sem leggsl á ungt sauðfé, veldur þar ból- um og pústúlum, aðallega á haus og löppum. Sjúkdómur- inn kemur fyrir um allan heim að haldið er, m. a. viða liér á landi. Þessi sjúkdómur gerir ekki verulegan skaða, þó ferst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.