Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 16
92 LÆKNABLAÐIÐ ekki mikil hætta af sýkingu úr þeirri átt. Þó er ein undan- tekning frá þessu, sem allir kannast við. Fýl hefur fjölgað hér viÖ land á undanförnum áratugum og öldum. Hann hefur verið veiddur talsvert til matar, að- allega ungfugl seinni hluta sumars eða seint i ágúst, en einnig eldri fugl á vetrum, svo- kallaður vetrarfýll. Árið 1939 byrjaði veiðin i Vestmanna- eyjum 22. ágúst og stóð tvo eða þrjá daga. Svo er að sjá, sem um 300 manns hafi tekið þátt í að veiða fuglinn og að reita hann og búa hann til geymslu. Alls veiddust um 6000 fuglar, en það var talsvert minna en oft áður. Atta til tólf dögum eftir veiðina veiktust sex manns í Eyjum, 5 lconur og 1 karlmaður. Öll höfðu þau fengizt við að reita fýlinn og sum þeirra haldið þvi áfram þar til um það bil að þau veikl- ust. Þessi fimm tilfelli voru sitt úr hverri fjölskyldunni. Lýs- ingin á sjúkdómi þessa fólks kemur ágætlega heim við psittacosis, sem stundum var kallaður páfagaukasjúkdóm- ur, þetta er lungnabólga, sem stafar af mjög stórri vírusteg- und eins og þið kunnið að hafa tekið eftir í töflunni áðan. — Þetta er þungur sjúkdómur, sem oft dregur til dauða. í Vestmannaeyjum stóð liitinn i sjúklingunum 4—5 vikur og bati gekk hægt. Allir lifðu þó af, en talið er eftir á, að einn sjúklingur, sem dó nokkru áð- ur, muni hafa látizt úr psitta- cosis. Dr. Bedson i London gerði komplement-hindings próf á 5 sýnishornum af hlóðvalni, sem honum voru send úr Vest- mannaeyjasjúklingum. Þessi sýnishorn voru j ákvæð og hann laldi nokkurn veginn víst, að um psittacosis liefði verið að ræða. Það verður að teljast nær vafalaust m. a. vegna þess, að fullsannað var, að sams konar sjúkdómur, sem af sama tilefni kom fyrir i Færeyjum um svipað leyti, var áreiðan- lega psittacosis. Samkvæmt upplýsingum landlæknis hefur komið fyrir eitt tilfelli af sams konar sjúkdómi síðan, eða 1950. Sá maður lifði einnig. Fýluungatekja var hönnuð hér við land eftir athurðina 1939, þó mun nokkur fýlungi alltaf hirtur síðan. Samkvæmt rannsóknum Hagens i Berlín er svo að sjá sem 5 til 10% af ungfýlum við Færeyjar hafi verið sýktar af psittacosis vir- us. . Seinni rannsóknir í Eng- landi benda til, að um 10% af fýunganum þar sé sýktur. Þarna er því sífellt hætta, ef ekki er gætt ýtrustu varkárni. Rejmslan bæði í Færeyjum og héðan bendir til þess, að fólk- ið, sem reitir fýlinn, sé í meiri hættu en veiðimennirnir. Iiitt er annað mál, að það er eng- an veginn víst, að það sé vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.