Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 11
LÆKN ABLAÐIÐ 87 —i...... ÉL, ^ ._____ik Jl ■>*- /v - J' 1942 1943 1944 1945 1946 drepsótt mundi væntanlega hefjast með því, að nýtt og hættulegt vírus-afbrigði skyti allt í einu og óvænt upp koll- inum á einum stað eða fáum. Eitt höfuðmarkmið þeirrar al- þjóðasamvinnu um influen/u- rannsóknir, sem nefnt hefir verið, er að sjá um að slíkt af- brigði yrði strax handsamað og því tafarlaust dreyft til allra, sem gætu framleitt úr því iiólu- efni. Það er trú margra að þannig mætti draga mjög úr mannfalli af völdum influenzu drepsóttar. Ég hefi í þrem síðustu influ- enzu faröldrum hér 1949, 1951 og 1953 einangrað nokkra in- fluenzuvírusstofna og sent þá til miðstöðvarinnar í London, eftir að liafa typugreint þá þannig að faraldrarnir hér liafa getað fallið inn í það lieildaryfirlit, sem gert hefur verið um gang þessara far- sótta. 1947 1948 1949 1950 1951 Annað af verkefnum þessar- ar alþjóðlegu samvinnu er að prófa bóluefni við mismun- andi skilyrði og á mismunandi stöðum. Einfaldasta prófunar- aðferðin er að mæla liversu mikið mjuidast af mótefni í líkama sjúklingsins eftir að bóluefni hefir verið dælt í hann. Af ýmsum ástæðum er æskilegt, til þess að fá sem traustastar niðurstöður, að slíkar prófanir fari fram á sem flestum stöðum. A síðastliðnum vetri prófaði Þorbjörg Magnúsdóttir, læknir á tilraunastöðinni á Keldum, 4 tegundir bóluefna, sem mið- stöðin í London gekkst fyrir að reynd yrðu. Tilraun þessi var allstór. Hér er ekki tækifæri til að skýra frá niðurstöðum hennar, en af lienni fengust gagnlegar upplýsingar um mis- mun þessara bóluefna og sam- anburður á verkun þeirra hér og annars staðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.