Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 8
84 LÆKNABLAÐIÐ 1. mynd. — Vírusagnir úr vörtu af manni. Stækkun 15000 sinnum. TekiS af Melnick o. fl., Yale háskólanum. 3 er yfirlit yfir skráðar virus- sýkingar á íslandi síðastliðin 20 ár. Þau árin, sem ltafa ójöfn ártöl 1933—1953 hafa verið hér talsverðir influenzu-faraldrar. Þar að auki hafa verið hér far- aldrar árin 1944, 1946 og 1950. Til skilnings á sóttafari in- fluenzu væri fróðlegt að vita hvers vegna hún kemur reglu- lega annað Iivert ár og um leið ltvers vegna innskotsfaraldr- arnir komu, hvort þessa far- aldra má alltaf rekja til far- aldra erlendis á santa eða svip- uðum tíma, hvort hverjum far- aldri veldur aðeins ein vírus- tegund og livort það er sama tegund hér og í nærliggjandi löndum hverju sinni. Að fengn- um þessum upplýsingum yrði væntanlega Ijóst hvort faraldr- arnir eru aðkonmir eða spretta upp á staðnum hverju sinni eins og haldið hefir verið fram. Undanfarið hafa vinnustof- ur í fjölmörgum löndum haft með sér sarntök til að upplýsa þessi atriði og nokkur fleiri. Hver rannsóknarstofa um sig leitast við að einangra vírus, helzt nokkra stofna, úr hverj- um faraldri og ákveða, hvort þeir vírusstofnar hafi raun- verulega átt sök á faraldrinum heima fyrir. Síðan eru þessir stofnar bornir saman á alþjóð- legri miðstöð, sent tekið hefur slíkt að sér og er til húsa i National Institute for Medical Research i London. Með þessu er hægt að átta sig smám sam- an á heildargangi influenzu- faraldranna um heiminn, hvar þeir byrja, hvernig þeir breið- ast út og hversu samkynja þeir eru innbyrðis frá einum til annars, m. ö. o. hvernig þeir hreytast frá ári til árs. Þessi samvinna hefir nú stað- ið í 6 ár, og á því tímabili hafa safnast mikilvægar upplýsing- ar. Helztu niðurstöðurnar eru í stuttu máli þessar: Faraldrarnir, sem gengið liafa yfir mikinn hluta heiins hverju sinni árin ’49, ’51 og ’53 virðast stafa af mjög svipuðu eða samkynja vírusi. Svonefnt A-prime virus hefir valdið öll- um þessum faröldrum, en það vírus fannst í fyrsta skipti 1947. Þeir A-vírusstofnar, sem fund- ust allt frá árinu 1933 til 1947 voru yfirleitt liver öðrum lik- ir. Siðan hafa þeir horfið að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.