Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 91 ein og ein kind, af hans völd- um, en allmargt fé fær liann og margt er lasburða um tima. Vírusstofnarnir úr slátui hól- unni og aðrir, sem fundusí í dermatitis-skemmdum í sauð- fé, höguðu sér nákvæmlega eins, og mjög sérkennilega, þegar sauðfé var sýkt með þeim. Ég held þess vegua, að sláturbóla stafi af sama virus og „contagious pustular der- matitis" i sauðfé. Ókunnugt er, hvort sláturbóla er eini sjúk- dómurinn, sem þetta vírus veldur i mannfólki, eða hvort það t. d. gæti setzt að á slím- húðum öndunarfæra og valdið þar einhverjum kvilla. Kúabóla. Þetta minnir á annan húð- kvilla, sem fyrir kemur hér á landi og vel má minna lækna á. Þar flytzt smitið öfuga leið eða frá manni til dýrs. Ég á hér við kúabólusmitun. Það er allalgengt, alltof algengt, að sveitakrakkar, sem hafa verið bólusettir með kúabólu, sýki kýrnar heima hjá sér. Þetta hefur komið fyrir á hverju ári, sum árin á nokkrum stöðum, og veldur oft talsverðu tjóni. Kýr eru mjög næmar fyrir kúabóluvírusi, og eftir að bóla er komin út á krökkum, ættu þau ekki að koma nálægt kúm eða fjósi. Oftast virðist smit- unin berast á kýrnar við mjalt- ir og þær fá þá bólur og sár á spenana. Kýrnar verða tals- vert mikið veikar og sumar ná sér ekki, og komið hefur fyrir, að orðið hefur að lóga flestum kúm á bæjum vegna kúabólu. Ég minnist sjúkdóms, sem kom upp á bæ í nágrenni Reykjavíkur fyrir fáeinum ár- um, þar fengu 10 kýr á bænum kúabólu og voru sjúkar mest- allt sumarið. Að lokum varð að slátra 4 kúnum af 10 og hlauzt af þessu mikið fjárhagstjón og óþægindi, auk þess sýktist bóndinn á bænum, sem hafði mjólkað kýrnar og annar mað- ur, sem siðar kom heimilinu Jtil aðstoðar, tók kúabóluna. Bóndinn fékk hornhimnubólgu á annað augað og varð að liggja alllengi á sjúkrahúsi í Reykjavík. Okkur tókst að sanna, að allt voru þetta kúa- bólusýkingar. Að ofansögðu er auðsætt, að það er ekki að ófyrirsynju, er ég nota þetta tækifæri til að minna lækna, aðallega lækna í sveitahéruðum, á að brýna fyrir fólki, að nýbólusettir krakkar eru stórhættulegir kúm og að kýr, sem kunna að hafa sýkzt af krökkunum eru aftur hættulegar fyrir þá, sem þær mjólka og aðra, sem um- gangast þær. Psittacosis. Dýralíf hér á landi er svo sem kunnugt er næsta fáskrúð- ugt, villt dýr með heitu blóði finnast hér naumast nema fugl- ar. Okkur stafar því yfirleitt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.