Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 4
98 LÆKNABLAÐIÐ efnum manna. 1 þeim hópi eru læknar, sem ásamt malflutn- ingsmönnum hafa verið nefndir „skriftafeður nútímans". Og leyndarskylda eða þagnarskylda lækna er ekkert nýtt fyrirbrigði. Hún hefur þekkzt frá fornu fari meðal ýmissa þjóða. Má i því sambandi minna á hinn þekKta eiðstaf fyrir lækna frá dögum Hippokratesar (um 400 árum f. Kr.). Þá og einnig síðar lijá ýmsum þjóðum var það talm siðferðileg skvlda lækna að gæ la þessarar leyndar. Þessi siðfcrði- lega skylda hefur svo síðar með ýmsum þjóðum, þar á meðal hjá okkur, verið gerð að réttar- skyldu, þ.e. að þjóðfélagið hefur veitt vernd á þessum rétti með lagaboðum, eins og ég mun nánar rekja hér á eftir. En áður cn lengra er haldið, er hollt til skilnings á efninu að reyna að gera sér ljóst, af hverju þessum rétti hefur verið veitt lagavernd eða m. ö. o., hvaða hagsmunir séu að baki kröfu um þenna leyndarrétt og leyndarskyldu. Það er ljóst og m. a. af laga- ákvæðum um þctta efni, að hei er fyrst og fremst að ræða um hagsmuni einstaklingsins, þ. e. þá þýðingarmiklu hagsmuni hans að njóta ótruflaðs einka- lífs, cins og ég drap á áðan. Sést þetta m. a. á því, hvernig samþykki einstaklingsins er látið leysa undan þagnarskyldu, eins og ég kem nánar að hér a eftir. En hér er einnig um fleiri hagsmuni að i’æða. I mörgum tilvikum er það skilyrði þess, að læknir geti rækt starf sitt á íull- nægjandi hátt, að hann fái vitneskju um einkamálefni þess, er til hans leitar, og það er mikið vafamál, hvort sú vitneskja yrði látin í té, nema sjúklingurinn telji sig mega treysta því, að sú vitneskja fari ekki fleiri á milli. Akvæði um þagnarskyldu eru því til þess fallin að styrkja trúnaðarsam- band læknis og sjúklings og þannig stuðla að því, að læknis- starfið sé innt af hendi á full- nægjandi liátt. Jafnframt er læknisstarfið svo mikilvægt frá þjóðfélagssjónarmiði, að iuli- nægjandi framkvæmd þeiira starfa er og hagsmunamál þjoð- félagsins. — 1 stuttu rnáli sagl, það eru mikilvæg efnisrök, sem liggja að baki réttarskyldu lækna um leynd á einkamálefn- um, þ. e. hagsmunir einstalvl- inga, lækna og jijóðfélagsins í heild. Aðalákvæðin til verndar leynd um einkamálefni þeirra, er leita til lækna, eru í uppiiafi 10. gr. hinna svonefndu lækna- laga nr. 47/1932, en þar segir, að „sérhverjum lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku um óll einkamál, er hann kann að kom- ast að sem læknir*“ Brot gegn þessn ákvæði varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum, auk heimildar til svipt- ingar lækningaleyfis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.