Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 9r) I sambandi við ákvæði þetta, sem hefur að geyma aðalregluna um þagnarskyldu lækna, eru nokkur atriði, sem mér finust rétt að minnast á nokkuð nánai. 1 fyrsta lagi er rætt um, að læknar eigi að gæta þagnar- skyldu um „einkamál“. En hvaö eru „einkamál“ í þessu sam- bandi? — Þess er að jafnaði ekki getið í lögum, hvað teljisí einkamál og er þá á valdi dóm- stóla að meta það í hverju lil- felli. Fræðimenn liafa reynt að skýrgreina hugtak þetta, en þo ekki orðið svo ágengt, að veru- lega sé liægt á því að hyggja i framkvæmd. Tvær kenningar hafa aðallega verið uppi um þetta efni, þ.e. svonefnd „vilja- kenning“, þar sem skilyrðis- laust er miðað við vilja þess, er einkamálið varðar. Ef sjúkling- ur lætur í ljós þann vilja sinn, að málefni, sem hann skýnr lækninum frá, skuli vera trún- aðarmál, hvernig sem því kann annars að vera háttað, þá a læknirinn samkvæmt þessari kenningu að vera leyndarskyld- ur um það. Hin kenningin nefn- ist „hagsmunakenning“ og á samkvæmt henni að miða viö sknysamlegt mat á hagsmunum þeim, er krefjast leyndar, og þá sérstaklega miðað við hagsmuni þess er einkamálefnið varðar. Stundum er kenningin og orðuð á þann veg, að um eitthvert við- kvæmt efni þurfi að vera að tefla, sem ætla megi, að aðilja sé sárt um að berist út. Almennt cr viðurkennt, að þessi „hags- munakenning“ hafi við meiri rök að styðjast en „viljakenn- ingin“. Þótt lækni sé t.d. trúað fyrir því í læknisstarfi af sjúkl- ingi, að hann ætli að borða á tilteknum matsölustað á tiltekn- um tíma, þá er það ekki brot á þagnarskyldu samkvæmt „hags- munakenningunni“, þótt læknir skýri frá þessu út af fyrir sig. En samkvæmt „viljakenning- unni“ ætti slíkt að vera brot. Hinsvegar væri það talið brot á þagnarskyldu samkvæmt „hagsmunakenningunni“, ef læknir, vegna vitneskju, sem hann hefur fengið í starfi sínu, skýrði fi’á svonefndum „æsku- syndunx“ sjúklings eða annarra, giftingaráformum, starfsáfoim- um, glappaskotum i starfi, erfðagöllum, sjúkdómum yfir- leitt, refsiverðum eða ósxðleg- um athöfnum sjúklingsins eða annarra. Að því er varðar sjúk- dóma, nær leyndin ekki aðeins til nafngreiningar sjúkdómsms, heldur og til líðanar sjúklings- ins, hvernig hatahorfur eru og hugsanlegar afleiðingar fyrir starf og líf sjúklingsins. Þessar kenningar leysa ábyggilega ekki allan vanda í þessurn efnum, þótt ef til vill megi hafa eitt- hvert gagn af þeim. T. d. hefur heyi’zt talað urn mál í Fxnn- landi, þar sem venjulegur hér- aðslæknir var krafinn upplýs- inga um, hvort tiltekinn maður

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.