Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 103 legar réttarreglur og hinsvegar með svonefndri réttarvörzlu, þ. e. valdbeitingu til að koma í veg fyrir skerðingu á rétlind- um, með því að bæta skerð- inguna, ef unnt er, og með þvi að beita tilteknum aðgerðum gegn þeim, er skerða réttinn. Þjóðfélagið felur tilteknum stofnunum sínum að halda uppi réttarvörzlu og veitir þenn í því skyni réttarlega heimild til margs konar aðgerða. Reglur þær, er að þessu lúta, nefnast réttarfarsreglur og er það tal- ið hagsmunamái bæði einstakl- ings og þjóðfélags, að þessar reglur séu sem virkastar. í samræmi við þetta er talið, að sönnunargögn í dómsmali þurfi almennt að fela í sér hina fyllstu og réttustu fræðslu um málsatvik og því er sú aðal- reglan, að mönnum er skylt að láta slíka fræðslu í té fyrir dómi. Nú er auðsætt, að hérna getur orðið árekstur múli skyldu um sönnunarfærslu og skyldu um leynd varðaudi einkamálefni manna. Hefur það löngum verið nokkur vandi fyv- ir löggjafann að leysa úr þessu og mun ég nú með nokkrum orðum lýsa því, hvernig is- lenzkur réttur leysir þennan vanda í dag. I dómsmálum er greint milli tveggja flokka mála. Annars- vegar eru hin svonefndu opin- beru mál, þ. e. mál, þar sem ákæruvaldið á sókn sakar, og hinsvegar eru svonefnd einka- mál (civilmál). I einkamáium gilda um vitnaskyldu gagnvart þagnarskyldu ákvæði 10. gr. læknalaganna, þar sem segir, að um þau einkamálefni, sem læknirinn er þagnarskyhtur um samkvæmt upphafi greinarinn- ar, verði hann ekki leiddur sem vitni gegn vilja þess, er einka- málefnið varðar, nema ætia megi, að úrslit málsins velti á vitnisburðinum, enda sé málið þýðingarmikið fyrir máisaðilja eða þjóðfélagið. Ég vil miimast á i þessu sambandi, að þetta lagaákvæði gilti bæði um einka- mál og opinber mál til 1. júh 1951, er hin nýju lög um meó- ferð opinberra mála tóku gildi. Dómar Hæstaréttar frá árun- unr 1949 og 1950, urn þagnar- skyldu lækna í sambandi við rannsókn á meintum ólögleg- um fóstureyðingum, sem ýmsir munu kannast við, byggðust þvi á þessum lögum. En nú gilda þessi lög senr sagt ekki lengur í opinberum nrálum. — Linr lagaákvæðið er annars það helz t að segja, að það bannar vitna- leiðslur unr þessi einkamál, nenra 1) sá, sem einkamálefnið varðar, sanrþykki — og vísa ég unr það sanrþykki til þess, senr ég hef áður sagt, eða 2) að dónr- ari telji, að úrslit málsins velti á vitnisburðinum, enda sé mál- ið þýðingarmikið fyrir málsað- ilja eða þjóðfélagið, þ. e. úr- skurður dónrarans byggist hér á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.