Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 11« að brýn nauðsyn annarra krefji“. Löggjafinn hefur sem sé talið, að enn veigameiri hags- munir en þeir, sem liggja að ])aki þagnai'skyldunni, komi í sumum tilvikum til greina. Þessum undantekningum má skipta í 3 flokka: 1) vegua skyldu til uppljóstrunar á eða til að afstýra tilteknum áfbrot- um svo og til verndar velferð tiltekinna aðilja, 2) vegna frain- kvæmdar á heilbrigðismálum og heilsugæzlu, 3) vegna upp- lýsinga í dómsmálum. Um 1. Hér koma fyrst og fremst tii greina ákvæði hegning'arlag- anna nr. 19 1940, 126. gr., 148. gr. og 169. gr. — og þá sérstak- lega 126. gr., sem segir, að hafi maður — og gildir þetta um alla borgara, lækna sem aðra, - - fengið vitneskju um, að fyrn- hugað sé eða hafið eitthvert hinna svonefndu landráðabrota, uppreisn, árás á forseta iýð- veldisins eða Alþingi eða annað brot, sem lífi eða velferð manna eða mikilvægum Jjjóðfélags- verðmætum er búin hætta af og hann reynir ekki af fremsta megni að koma í veg fyrir hrot- ið eða afleiðingar þess, þar á meðal, ef þörf krefur, með þvi að tilkynna yfirvöldum vit- neskju sína, Jjá skuli hann, ef brotið er eftir það framið eða reynt að fremja Jjað, sæta varð- haldi eða fangelsi allt að 3 ar- um eða sekturn, ef miklar mals- bætur eru fyrir hendi. Þetta er J)ó refsilaust, ef viðkomandi hefur látið þetta hjá líða, sök- um þess að hann gat ekki gert J)að án þess að stofna lífi, heii- hrigði eða velferð sjálfs sin eða nánustu vandamanna í hættu. Hinsvegar kemur þessi upp- ljóstrunar- eða tilkynningar- skylda ekki til greina um þegar framið afbrot, nema hvað læknar, eins og aðrir, eru skyid- ir til að tilkynna ])að lögregiu- yfirvöldum samkvæmt akvæð- um laga um mannskaðaskyrsl- ur og rannsókn á fundnum lík- um (nr. 42/1913), ef sönnur eða líkur eru fyrir voveiflegum dauðdaga einhvers. — Þá ber og að benda á 11. gr. lækna- laganna frá 1932, þar sem segir, að verði læknir þess var vegna starfsemi sinnar, að heilsufari manns sé þannig liáttað, and- lega eða líkamlega, að öðrum stafi bein lífshætta af honum eða yfirvofandi heilsutjón, þá beri lækninum að leitast við að afstýra hættunni, með þvi að snúa sér til viðkomandi sjálfs eða landlæknis, ef þörf krefur. — Undir þennan flokk fellur og ákvæði 18. gr. barnaverndar- laganna nr. 29/1947, þar sem læknum er meðal annarra gert sérstaklega skylt að fylgjast eftir föngum með hegðun og uppeldi harna og ungmenna og gera viðkomandi barnaverndar- nefnd viðvart, ef þeir verða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.