Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 16
110 LÆKNABLAÐIÐ hans, sem hann þekkir ekki, en opinberun þeirra gæti leitt 01 hins mesta tjóns og' ógæfu. Var því hreyft, hvort læknir ætli ekki í slikum tilfellum að haír. heimild til að skýra dómstóh frá atvikum í fyllsta trúnaði og' dómurinn síðan hafa heimild tit að ákveða, að þagnarskyldan héldist. Þá voru menn og sam- mála um, að lagaheimild þyrfli að vera til fleiri undantekninga vegna sérstakra mikilvægia réttarfarshagsmuna. Þau beinu ákvæði um slíkar undantekn- ingar, sem sett hafa verið, þóttu og nokkuð vafasöm, enda ælíi ekki sízt við hér, að framsýni löggjafans nær oft skammt á móts við fjölbreytni lífsins. Ilallaðist meiri hluti manna að þeirri skoðun, að ákvæði is- lenzku og dönsku læknalaganna um þagnarskyldu fyrir dómi væri eftir öllum aðstæðum hcppilegasta lausnin. En að sjálfsögðu ætti ekki að heita þessari undantekningu írá þagnarskyldunni, nema alvtg greinilega meiri hagsmumr krefðust þess og aðrar leiðir til upplýsinga væru stórum torfær- ari. Og sé óhjákvæmilegt aö brjóta bannið, eigi að sjáif- sögðu að gera það á eins tii- litssaman hátt og unnt er, svo sem fyrir luktum dyrum, eins og nú. Einn mesti áhugamaður um þagnarskylduna í hópi lækna á Norðurlöndum nú á dögum er danski yfirlæknirinn Ilans Wulff. Hefur hann ritað og ræit margt um þessi mál. Gagnrýnir hann, og að mér finnsl með talsverðum rétti, hina sívaxandi tilhneigingu löggjafans til að grafa undan meginreglunni um þagnarskylduna með allskonar lagaboðum um vottorð og skýrslugjafir lækna til ýmissa aðilja. Vill hann því, að lækn- ar séu vel á verði í þessum efnum, enda séu þeir aíira kunnugastir því, hvað sé í hufi og hin siðferðilega skylda lækn- anna að þessu leyti sé og hafi um langan aldur verið þeim i hlóð borin. Annar þekktur læknir, norski yfirlæknirinn Motsfeldt, telur og að læknar eigi ávallt að gæta liinnar fyllstu varúðar vegna þessarar skyldu og láta ekki uppi einka- málefni, nema þeir telji sér það alveg vafalaust heimilt. Ef þcir séu í nokkrum vafa, sé rétt að láta dómstóla skera úr um skylduna. — Það er og tvimæia- laust rétt, að ýtrasta varúð 1 þessum efnum er það, sem læknar eiga ávalll að hafa i huga, þótt sú varúð, eins og annað, geti farið út í öfgar. Frá því var t.d. skýrt á Stokk- hólmsþinginu, að þekktur finnskur húð- og kynsjúkdóma- læknir gengi svo langt að þessu leyti, að hann heilsaði aldrei a götu. Árni Trygg-vason.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.