Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 101 stoðarmanna lækna, svo sem kandidata á spítala, hjúkrunar- liðs og annars aðstoðarfólks á sjúkrahúsum eða lækninga- stofum, heldur og stundum einnig til maka læknis, barna og annars heimilisfólks. Ma i þessu sambandi geta þess, að í Danmörku hefur sjúkrabif- reiðarstjóri nýlega verið talinn aðstoðarmaður læknis að þessu leyti. Þá er og rétt að benda a, að læknar þurfa að fara mjög varlega með umræður um sjuk- dómstilvik við starfsbræðui og ekki nefna nafn sjúklings, nema alveg sé nauðsynlegt og þá helzt að fengnu samþjkki sjúklings. Sömu varúðar þarí og að gæta í læknisfræðilegum ritum, m. a. um myndir. — Framangreindir aðiljar eru þagnarskyldir um einkamálin, bæði meðan þeir gegna starfa sínum svo og eftir að þeir hafa látið af starfi. Nokkur vafi hel- ur verið talinn leika á því, hvort þagnarskyldan falli niður við lát þess, er einkamálið varðar. Hæstiréttur Islands hefur litið svo á, að þagnarskylda læknis haldist áfram, þrátt fyrir ana- látið (Hrd. 1945, bls. 315 og 1946, bls. 599). Þagnarskyldan nær til þeirra einkamála, sem læknir og/eða aðstoðarmenn hafa fengið vit- neskju um í starfi sínu. Er þar hæði átt við vitneskju, sem sjúklingurinn sjálfur eða aðrir hafa veitt, heint eða óbeint, svo og það, sem læknirinn kann að hafa komizt að raun um með eigin athugun. Er þannig vel hugsanlegt, að sjúklingurinn eigi einkamál, sem honuin er ókunnugt um. I þessu sambandi er rétt að minnast á, að nú a síðustu árum hefur talsvert verið rætt um það meðal lækna og lögfræðinga, t. d. á Norður- löndum, hvaða reglur gildi að þessu leyti um vitneskju þá, er læknar kunna að fá með hinni svonefndu „narco-analysu“- meðferð, en við þá meðferð kemst sjúklingurinn, eins og kunnugt er, í sérstakt ástana, þar sem ýmsar venjulegar hömlur hverfa, sjúklingurmn man ýmislegt, sem hann á ann- ars örðugt með að muna, og það veldur honum hvorki erfiðleik- um né andúð að ræða uin efni, sem hann venjulega ætti bagt með að tala um. Eins og að líkum lætur, getur læknir, þeg- ar þessi meðferð er viðhöfð, komizt að margskonar við- kvæmum einkamálum. Ég fynr mitt leyti tel, að um þessa vil- neskju eiga sama að gilda varð- andi þagnarskyldu og aðra j)a vitneskju um einkamálefm, sem læknirinn fær í læknisslarfi sínu. Þagnarskyldan samkvæmt framangreindu lagaákvæði tek- ur og aðeins til þeirrar vit- neskju, sem læknir fær í starfi sínu, en ekki til þeirrar, sem hann fær á annan hátt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.