Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 14
108 LÆKNABLAÐIÐ geti dómari úrskurðað, ao skjalið verði lagt fyrir hann í trúnaði og að annað hvort veiði undir umsjá hans og gegn fuii- kominni þagnarskyldu leluð eftirrit af þvi úr skjalinu, stm skylt er og heimilt að láta koma fram, eða, ef þess er ekki kosl- ur, að tekin verði upp úr skjal- inu með sama hætti skýrsla uin þau atriði. Meðal fræðimanna hefur verið nokkur ágreiningur um það, hvort dómstóll eigi að taka tillit til þeirrar skýrslu fyrir dómi, sem læknir kann að hafa gefið andstætt þagnarskyldu sinni. Samkvæmt íslenzkum réttarfarsreglum býst ég ekiu við, að slík skýrsla yrði talin sem ógefin, enda gæti slikt stundum leitt til niðurstöóu, sem bryti í bága við alla reit- lætiskennd. Ég hefi þá í stórum dráttum lýst reglum þeim, er nú gilda um þagnarskyldu lækna, og tíl glöggvunar dreg ég nú inegin- reglurnar saman í fáum orðum: Læknar, — bæði þeir, sem haía ótakmarkað og takmarkað lækningaleyfi, — svo og að- stoðarfólk þeirra eru þagnar- skyldir. Það verður að metast hverju sinni, hvaða fólk teljist aðstoðarfólk. Þessir aðiljar eru þagnarskyldir um „einkamál- efni“. Það er einnig matsatnöi, hvaða mál það eru. Vitneskjan um einkamálefnin verður að hafa fengizt í læknisstarfinu. Þagnarskyldan helzt einnig eít- ir að læknarnir og aðstoðaríólk þeirra hefur iátið af starfmu. Hún fellur ekki niður við lát þess, er einkamálefni varðar. Læknir rýf ur ekki þagnarskyldu, þótt hann skýri fró nefndum einkamálefnum, I) ef sá, »em cinkamálefnið varðar, sam- þykkir, II) ef lög bjóða annað, þ.e. 1) samkvæmt ákvæðum hegningarlaga um uppljóstrun- arskyldu o.þ.h., laga um mann- skaðaskýrslur, 11. gr. læknalag- anna, 18. gr. barnaverndarlag- anna og 40. gr. framfærslulag- anna, 2) samkvæmt ákvæðum laga um heilsugæzlu, heilbrigð- is- og tryggingarmál, sbr. og hið almenna ákvæði 7. gr. læknalaganna, 3) samkvæmt réttarfarslögum, þ.e. í einka- málum aðallega 10. gr. lækna- laganna og í opinberum málum 94. gr. laga nr. 27/1951. Þess er að sjálfsögðu elcki að vænta, að þessar réttarreglur um þagnarskyldu lækna séu fullkomnar eða óaðfinnaniegar fremur en önnur mannanna verk, — Þeir aðiljar, sem æltu að þekkja þessi mál bezi i framkvæmd, í hinu daglega lífi, og vita helzt, hvar skónnu kreppir í þessum efnum, eru trúlega læknarnir sjálfir. Þess vegna er tvímælalaust mikils virði að fá álit þeirra um þessi mál. Sannleikurinn er sá, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.