Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 12
106 LÆKNABLAÐIÐ hagsmunamati, hvort meira vegi hagsmunir þeir, er liggja að baki ákvæðunum um leynd- arskyldu, eða þeir hagsmunir einstaklinga og þjóðfélagsms, að réttarfarsreglurnar séu sem virkastar til að fullnægja td- gangi réttarvörzlunnar. 1 opinberum málum gilda nu ákvæði 94. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 27/1951. Samkvæmt þessu lagaákvæði er og aðalreglan sú, að í þessum málum er læknum óheimilt að hera vitni um atriði, er varða einkahagi manna og þeim hefur verið trúað fyrir í starfa sínum. Frá þessu hanni eru þó gerðar þrennskonar undantekningar: I) Sá, sem með á, getur leyft vitnaleiðslu, og niá um það sam- þykki visa til þess, er áður segir. II) Dómari getur ákveðið vitnaleiðslu um þessi atriði með úrskurði, ef telja má vitnisburð nauðsynlegan til varnar söku- naut. Þetta er samkvæmt orð- anna hljóðan nokkuð víðtæk undantekning, þar sem nægilegt virðist, að refsilækkun ein geti af hlotizt og ekki er gremt milli þess, hvort málin (brot- in) eru stórfelld eða smá- vægileg. — Þess er þó að geta, að dómari hefur hér heimild, en ekki skyldu til undanþágu og getur því beitt ákvæðinu eftir málavöxtum hverju sinni. — III) Lækni er skylt, hvernig sem afstaða þess er, sem einkamálefnið varðar, að bera vitni, ef brot það, sem sökunautur er sakaður um, varðar minnst 2 ára refsivist. Er þetta nýmæli mjög svipað því, er gildir í sumum hiniia Norðurlandanna. Rétt er að benda á, að afbrotin, þar sem lágmarksrefsing er 2 ár, eru tiltölulega fá, þannig að vitna- leiðsluhannið skerðist ekki mjög af þessu ákvæði. Brotin eru þessi: 1) Samkvæmt 86. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef mað- ur er ákærður fyrir verknað, • sem miðar að því, að reynt verði með ofheldi, hótun um of- beldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenzka ríkið eða hluta þess undir erlend yf- irráð (landráð). 2) Samkvæmt 98. gr. hegningarlaganna, þ.e. ef maður er ákærður fyrir að vekja eða stýra uppreisn í þeim tilgangi að hreyta stjórnar- sltipun ríkisins. 3) Samkvæmt 99. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef maður er ákærður fyrir að h.afast eitthvað það að, er miðar að því að svipta l'orseta lýðveld- isins eða þann, er fer með for- setavald, lífi. 4) Samkvæmt 130. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds er ákærður fyrir ranglæti við úrlausn eða meðferð mals og velferðarmissir einhvers hlaust af eða var fyrirhugaður. 5) Samkvæmt 148. gr. hegningai- laganna, þ. e. ef maður er á- kærður fyrir að hafa með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.