Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 6
100 LÆKNABLAÐIÐ hefði verið sjúklingur hjá hon- um, og var læknirinn talinn mega skýra frá því út af fyrir sig. Hins vegar myndi kynsjúk- dómalæknir ekki vera talinn mega svara samskonar spuin- ingu. — Sem sagt, dómari verð- ur að meta það hverju sinni, hvort málefnið sé þannig vaxið, að skynsamlegir hagsmunir standi að baki kröfu um leynd jiess. Læknir skyldi þvi ávallt hafa vaðið fyrir neðan sig í jiessu efni og skýra ekki frá málefnum, sem hann hefur komizt að í starfi sínu, nema hann telji sig nokkuð öruggan um, að málefnið falli utan við hin svonefndu einkamál. Oft er auðvelt fyrir dómstól að ákveða, hvort um einkamá]- efni sé að tefla, en stundum getur ])að verið nokkrum erfið- leikum bundið vegna skorts á nægum gögnum. Ef svo er á- statt, getur dómari látið þann, sem ber við heimildarskorti lil frásagnar, staðfesta sögusögn sína um þetta efni með eiði. Þá her og að benda á eitt atriði enn í þessu sambandi. Málefni, sem teljast mundu einkamál samkvæmt framan- sögðu, eru það ekki, ef þau eru orðin almenningi kunn. Sést þetta á tilteknu íslenzku laga- ákvæði (86. gr. laga nr. 27/1951) og einn íslenzkur hæstaréttardómur (Hrd. 1950, hls. 94) er að verulegu leyti byggður á þessu sjónarmiði. En til þess, að þess háltar málefni teljist vera almenningi kunn. verður vitneskjan að hafa bor- izt út fyrir þann hóp, sem leyndarskyldur er samkvæmt því, sem ég kem nánar að hér á eftir, og um raunverulega vitneskju verður að vera að ræða, en meira eða minna sterP- ur grunur eða orðrómur næg- ir ekki. Þá er og athugunarverl, hvaða aðiljar það eru, sem eru þagnarskyldir samkvæmt á- kvæðum þessum. Samkvæmt læknalögunum frá 1932 er um lækna greint milli tveggja flokka. Annarsvegar eru þeii, sem hafa fengið svonefnt ótak- markað lækningaleyfi og lcallasl læknar og hinsvegar þeir, sem fá svokallað takmarkað lækna- leyfi, svo sem tannlæknar og nuddlæknar. Læknanemum má og veita slík leyfi um stundar- sakir. Þessir aðiljar allir eru þagnarskyldir. En fleiri koma líka til, þ. e. „aðstoðarfólk lækna við læknisstörf“, eins og segir í læknalögunum. Mun það einnig ná til aðstoðarfólks þeirra, sem hafa aðeiris ták- markað lækningaleyfi. Það verður að vera skýringaratriði hverju sinni, hvaða aðiljar teljast til aðstoðarfólks, og al- mennt mun verða að skýra það nokkuð rúmt, til þess að ákvæð- in um þagnarskylduna missi ekki marks. Mun það ekki að- ; eins geta náð til nánuslu að- '!■ %

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.