Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 10
104 LÆKNABLAÐIÐ varir við misfellur í þessum efnum. Og samkvæmt 40. gr. framfærslulaganna nr. 80/1947 ber héraðslæknum að líta eftir því, að vel sé farið með styrk- þega í umdæmum þeirra, og þyki þeim misbrestur á og um- vöndun stoðar elcki, ber þeim að kæra málið fyrir lögreglu- stjóra. Um 2. Hér er um ýms lagaákvæði að ræða, sem læknum er að sjálfsögðu vel kunnugt um, og ég rek því ekki ýtarlega hér. Má t.d. benda á ákvæði laganna um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, þar sem læknum er lögð skylda á herð- ar um að fylgjast með slíkum sjúkdómum og tilkynna það lögregluyfirvöldum, ef þörf krefur. Og svipuðu máli gegnir um ákvæði laga um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins. Svipaðar skyldur hvíla og á læknum í sambandi við framkvæmd berklavarnalaga, þ. e. um til- kynningar um berklaveikt fólk, einnig til forráðamanna skól?, hæla og þ. h., skráning og skýrslugjöf, um að leita full- tingis lögx-eglustjóra vegna rannsókna eða varúðarráð- stafana í þessum efnum, lil- kynningar um skipti á dvalar- staðsjúklinganna o.s.frv. Sama máli gegnir og um framkvæmd laga um varnir gegn kynsjúk- dómum, með skráningarskyldu s j úklinganna, tilkynningar- skyldu til heilbrigðisyfirvalda, einnig til foreldra eða forráða- manna yngri sjúklinga en 16 ára, um eftirgrennslan eftir smitberum, um að leita aðsloð- ar lögreglustjóra, ef sjúklingur hlýðir ekki settum reglum, svo og tilkynningar um það, ef slíkir sjúklingar ætla að ganga í hjónaband. 1 sambandi við meðferð holdsveikra sjúkiinga gilda og svipaðar reglur. Þá ma og i þessu sambandi benda á hið almenna ákvæði 7. gr. læknalaganna frá 1932, þar segir að læknum sé skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga, sem þeir haía eða hafa haft undir höndum, er slíkra vottorða er krafizt vegna viðskipta sjúklinganna við hið opinbera vegna fátæk- rahjálpar, styrkveitinga, trygg- inga eða þess háttar. I sain- bandi við almannatryggingar kemur þetta t.d. allmjög íil greina. Þá má og benda á ákvæði laga um dánarvotíorð og dánarskýrslur. Um 3. Áður en ég rek reglur þær, sem um þetta efni gilda, vil ég aðeins drepa lauslega á rök þau, sem færð eru fyrir laga- ákvæðum þessum. — Þjóðfé- lagið veitir þegnunum vernd á réttindum sínum annarsvegar með því að setja um þau efnis-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.