Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 8
102 LÆKNABLAÐIÐ Læknir brýtur ekki þagnar- skylduna, þótt hann skýri 1) sjúklingnum sjálfum frá einka- málinu, 2) þeim hópi aðstoðar- fólks og starfsbræðra, sem nauðsynlegt má telja sam- kvæmt framansögðu að fái vitneskjuna og auk þess 3) i einstaka tilvikum fleiri aðiljum. Þannig er talið, að þegar læknis er leitað til eins aðilja i fjöl- skyldu, sé lækni oftast heimilt að skýra þeim nánustu frá einkamáli varðandi sjukling- inn. Þó getur stundum orðið að gæta leyndar gagnvarl slik- um aðiljum. Læknir er t. d. kvaddur til gifts manns og læknirinn kemst að því, að maðurinn er með kynsjúkdóm, sem hann hefur fengið vegna hjúskaparbrots. Þá helzt þagn- arskyldan um þetta síðasttaida atriði. — Þá brýtur læknir og ekki þagnarskyldu, ef sá, sem einkamálið varðar, samþykkir, að læknirinn skýri frá þvi. Ef einkamálið varðar fleiri en einn, verður samþykkið að koma frá báðum eða öllum. Eins og áður segir, mun þagn- arskyldan haldast, þótt sá, er einkamálið varðar, sé látinn, en samþykki aðilja eða krafa, geið fyrir andlátið, mun væntanlega halda gildi sínu. Samþykkið er ekki formbundið, getur venð munnlegt eða skriflegl eða jafnvel gefið með framkomu einni saman. Ef maður t.d. beiðist líftryggingar, er sú beiðni talin fela í sér samþykki á því, að tryggingarfélagið fai vitneskju um einkamál í því sambandi. — Öheimilt er taiið, að veita almennt samþykki i þessum efnum um óákveðinn tíma og óafturkallanlega og þannig svipta sig vernd á per- sónulegri friðhelgi. Samþykkið mun almennt mega afturkaila, hvernær sem er. Þó mun aftur- köllun ekki hafa þýðingu, ef læknir hefur byrjað að skýra frá einkamáli, a. m. k. fyrir dómi, og það, sem hann heiur þegar sagt, gæti valdið rangri eða villandi hugmynd um máls- cfni, ef hann fær ekki að halda áfram. — — El' réttarreglurnar um þagnar- skyldu lækna væru ekki rnarg- brotnari en að framan hefur verið drepið á, þá væri málið tiltölulega auðvelt viðfangs, en því er nú ekki að heilsa, að löggjafinn liafi látið sér nægja að setja þessi meginákvæði um þagnarskylduna. Það hefur sem sé þótt nauðsyn til hera að setja ákvæði um ýmsar og það all- veigamiklar frekari undantekn- ingar frá þagnarskyldunni, — ákvæði, sem ýmsum og þá ekki sízt læknum, hefur verið og •u- talsverður þyrnir í augum. Þessum undantekningum er almennt lýst í 1. mgr. 10. gr. læknalaganna frá 1932, þar sem talað er um þagnarskyldu lækn- is um einkamál „nema lög bjóði annað eða hann viti sönnur á,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.