Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 20134 Fréttir Bændafundir BÍ hófust á mánudag: „Illa farið með ríkisstuðning að ausa honum frá sér í kvótakaup“ – segir kúabóndi og stjórnarformaður Auðhumlu Sigurvegarinn í ritgerðasamkeppninni um forystufé: Sótti verðlaunagripinn til Þistilfjarðar Það er umhugsunarefni að verð á greiðslumarki í mjólk sé svo hátt að bændur þurfi að láta sjö ára beingreiðslur af hendi til þess að greiða fyrir réttinn á beingreiðslum frá ríkinu. Það gengur ekki upp að bændur skuldsetji sig í botn til þess að fá stuðning og endurskoða verður kvótamálin frá grunni. Þessi viðhorf komu fram á bændafundi á Hellu á mánudaginn var en þar héldu Bændasamtökin fyrsta haustfundinn í árlegri fundaferð sinni um landið. Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu, tók svo sterkt til orða að menn færu illa með ríkisstuðninginn með því að ausa honum frá sér í kvótakaup, langt fram í tímann. Í máli fundarmanna kom fram að sama er uppi á teningnum í sauðfjárræktinni þar sem kvótakaup hafi letjandi áhrif á nýliðun og standi búgreininni að mörgu leyti fyrir þrifum. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, sagði að nú væru að renna upp þeir tímar að ræða þurfi alvarlega framtíðarfyrirkomulag kvótamála í landbúnaði. Á fundinum hélt formaður BÍ, framsöguerindi þar sem hann fór yfir þau mál sem eru efst á baugi í starfi samtakanna. Þá hélt Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri fyrirlestur um vinnuverndarmál og mikilvægi þess að landbúnaðurinn taki öryggis- og heilsuverndarmál föstum tökum. Bændasamtökin á krossgötum Sindri Sigurgeirsson gerði það að umtalsefni í upphafi að eftir stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefði starfsemi BÍ breyst mikið. Starfsfólki hefði fækkað í Bændahöllinni og framundan væri að vinna að frekari stefnumótun, t.d. sem varðaði fjármögnun samtakanna og umsýslu verkefna fyrir ríkisvaldið. Sagði formaðurinn að umsýsla fjármuna fyrir ríkið væri ekki samrýmanleg hagsmunagæslu og því þyrfti að breyta. Búnaðargjaldið er stöðugt til umræðu og í þeim efnum þyrftu menn að setjast niður og taka ákvarðanir á félagslegum grundvelli. Til greina kemur að setja á félagsgjöld sem yrðu veltutengd en þetta ætti eftir að ræða og meta kosti og galla. Nú er til umræðu að endurskipuleggja félagskerfi bænda en á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að unnið skyldi að heildarendurskoðun. Uppi eru hugmyndir um að bændur eigi beina aðild að BÍ, fækka í stjórn samtakanna og að formaður sé kosinn í beinni kosningu. Þá er til skoðunar að stytta búnaðarþing en það byggi á gömlum merg og tími sé kominn til að endurskoða fyrirkomulagið. Í máli Sindra kom fram að það kosti 16 milljónir króna að halda búnaðarþing og það séu miklir fjármunir. BÍ áforma að gerast aðilar að nýjum alþjóðasamtökum bænda, World Farmers´ Organisation, en þau voru reist á grunni IFAP sem urðu gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Markmið WFO eru að koma fram og vera málsvari bænda á alþjóðlegum vettvangi. Sindri sagði mikilvægt fyrir íslenska bændur að starfa með bændasamtökum á heimsvísu þar sem baráttumálin væru um margt keimlík. Komum í veg fyrir innflutning á hráu, ófrosnu kjöti Í framsögu sinni skoraði Sindri á bændur að leggja samtökunum lið í baráttunni gegn innflutningi á hráu kjöti en nú hafi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, skrifað áminningarbréf til íslenskra stjórnvalda fyrir það að banna innflutning. Líklegt er að mati Sindra að málið endi fyrir EFTA- dómstólnum. Látum ekki Reykjavíkurvaldið ná yfirhöndinni á Hvanneyri Málefni landbúnaðarháskólanna bar á góma en sem kunnugt er hafa Bændasamtökin lýst því yfir að þau vilji standa vörð um sjálfstæði þeirra. Í umræðum voru bændur sammála um mikilvægi þess og orðaði Geir Ágústsson, bóndi í Gerðum, það svo að það væri stórhættulegt að láta Reykjavíkurvaldið ná yfirhöndinni á Hvanneyri. Vinnuverndar- og öryggismálin þarf að setja á oddinn Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri hélt fyrirlestur um vinnuvernd og öryggismál en hann hefur unnið að þeim málaflokki á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands um árabil. Sagði hann frá átaki í öryggis- og heilsuvernd sem sé á teikniborðinu og búnaðarsambönd og Bændasamtökin hafa unnið að á árinu. Tilgangur verkefnisins sé að byggja upp innra eftirlit á búunum þar sem bóndinn sjálfur sér um að greina sína stöðu og tryggja öryggi. Markmiðið sé að draga úr tíðni slysa við búreksturinn og bæta aðbúnað, t.d. varðandi vinnuaðstöðu, brunavarnir og umhverfi. Á fundinum var gerður góður rómur að boðskap Guðmundar og lýstu fundarmenn ánægju með að þessi mál væru til umræðu. Kjaramál, nýliðun og framtíð búnaðargjalds Eftir erindi þeirra Sindra og Guðmundar voru líflegar umræður þar sem fundargestir lögðu ýmislegt til málanna. Kjarabarátta bænda var mönnum hugleikin og spurt var hvernig aukin eftirspurn eftir mjólk geti leitt til bættra kjara. Geir í Gerðum gangrýndi MS fyrir það að heimta meiri mjólk af bændum með skömmum fyrirvara, stjórnendur væru seinheppnir og sæu illa fram í tímann. Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og formaður Auðhumlu, sagði að miklar kröfur væru gerðar til kúabænda um að framleiða nægilegt magn fyrir innanlandsmarkað. Sveiflur væru þónokkrar í eftirspurn og sú staða sem nú sé komin upp hafi ekki verið fyrirsjáanleg með öllu. Hann benti á að mikil hagræðing í mjólkuriðnaði hefði skilað bændum og neytendum miklum ávinningi þar sem vinnslukostnaður hefði lækkað. Ómar Helgason, bóndi í Lambhaga, sagði kjör bænda afar mismunandi og aðstæður væru ólíkar. Hann gagnrýndi búnaðargjaldið og sagði það of hátt. Hann spyrði sig jafnframt hvað bændur væru að fá í staðinn – vissulega væri hann ánægður með margt sem Bændasamtökin væru að gera en stóru búin væru að greiða mjög háar upphæðir. Nefndi hann sem dæmi að hann nýtti sér ekki ráðgjafarþjónustu því fóðurfyrirtækið sæi um heyefnagreiningar og fóðurráðgjöf á sínu búi. Ungt fólk sest að í sveitinni en vekja þarf áhuga lánastofnana á landbúnaði Í samhengi við kjaramál og kvótaverð ræddu fundarmenn um nýliðun til sveita. Sindri Sigurgeirsson sagði að stærstu inngönguhindranir í búskap fyrir ungt fólk væri verð á ríkisstuðningi og hátt jarðaverð á sumum svæðum. Hins vegar sýndu rannsóknir fram á að 5% endurnýjun væri í bændastétt á hverju ári sem væri ekki slæmt. Í máli manna kom fram að á Suðurlandi væri mikið af ungu fólki komið inn í búskap á síðustu árum. Þórir Jónsson á Selalæk sagði að mörg bú væru tilbúin að taka við framleiðslu annarra og þróunin væri sú að búum fækkaði. Hann taldi hins vegar að það þyrfti að efla áhuga lánastofnana á atvinnugreininni. Þórir nefndi líka að bændur ættu ekki að leggja alla áherslu á að eignast búin að fullu á skömmum tíma. Ef hægt er að greiða rekstrarlán með góðu móti og hafa afkomu af búskapnum þá eru bændur á auðum sjó. Formaður BÍ tók undir að fjármögnun í landbúnaði væri mikilvæg. Hann sagði frá því að forystumenn bænda hefðu heimsótt stjórn Arion banka á dögunum, að frumkvæði bankamanna, og kynnt möguleika landbúnaðarins, sem væru fjölmargir. Hver er framtíð bændafundanna? Sindri velti því upp í lokin hver framtíð bændafundanna væri. Aðsókn væri víða dræm og mikið framboð væri af fundum á þessum árstíma. Í umræðum komu meðal annars fram hugmyndir að halda bændafundina á tveggja ára fresti og að hugsanlega mætti nýta tæknina betur. /TB Þessi fallega forystugimbur var afhent formlega á dögunum, en hún var meðal þess sem Jón Hólmgeirsson fékk í verðlaun í ritgerðarsamkeppninni um forystufé. Jón var að vonum ánægður með verðlaunin í keppninni. „Ég sá þetta auglýst í Bændablaðinu og fyrir einhvern asnaskap datt mér í hug að senda inn frásögn af því sem ég upplifði með þessari forystukind. Átti svo sem ekki von á að heyra neitt af því meir, en um daginn er hringt og tilkynnt að ég hafi unnið fyrstu verðlaun í þessu. Boðið í kjötsúpu á Skólavörðustíg, sem ég þáði,“ sagði Jón. Í verðlaun fékk hann meðal annars forystugimbur sem Guðni Ágústsson var búinn að velja hjá Jóhannesi á Gunnarsstöðum, en með henni lét Guðni fylgja þau orð að hann vonaði að það væri betri forysta í henni en Steingrími. Það fór þó svo að gimbrin sem Guðni hafði valið drapst og því fékk hann gimbur hjá Skúla Ragnarssyni bónda á Ytra-Álandi. Jón á tvær kindur hjá syni sínum sem býr í Eyjafirði. Hann segist ekki hafa komið nærri forystufé í fjölda ára enda hefur hann sjálfur búið lengi á Akureyri. Skúli bóndi leyfði honum að velja sér gimbur og varð þessi fyrir valinu. Það fór vel á með þeim áður en haldið var af stað í nýja heimahaga. Sláturhús Norðlenska á Húsavík: Aldrei hærri meðalvigt en nú „Það er klárt að bæði vigt og gæði hafa aukist með árunum, sem dæmi má nefna að árið 2004 var meðalvigtin 14,76 kíló en nú á nýliðinni sláturtíð var hún 16,58. Fita var þá nánast sú sama og í ár, 6,48 á móti 6,49 en gerð hefur farið úr 7,60 í 8.40 sem verður að teljast þó nokkuð og klárt að margir bændur hafa unnið mjög gott starf,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Um 79 þúsund fjár var slátrað á Húsavík í haust og ríflega 35 þúsund hjá Höfn. Fleira fé hefur ekki verið slátrað á Húsavík síðan 2007 og meðalvigt dilka hefur aldrei verið hærri þar á bæ. Sigmundur segir að almennt ríki ánægja með sláturtíðina. Meðalvigtin hafi hækkað örlítið milli ára og sé meðalvigt nú haustið 2013 sú hæsta sem mælst hefur þar. „Við erum svo lánsöm hér að víða í sveitum höfum við tengiliði sem þekkja vel til staðhátta og það er ómetanlegt í því skipulagi sem nauðsynlegt er í sláturtíð og fyrir það viljum við þakka. Einnig skiptir miklu máli að þeir sem sjá um flutninga hjá okkur þekki vel til og kunni til verka. Við höfum verið með sömu aðila í flutningum í mörg ár og þeir eru sterkur hlekkur í keðjunni, hafa oft lagt mikið á sig til að hlutirnir geti gengið,“ segir Sigmundur. Allt gekk upp fyrir austan Einar Karlsson, sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn, er einnig ánægður. Þar mældist kjötgerð 8,20 en var í fyrra 8,45, fita mældist 6,47 á móti 6,86 í fyrra og meðalþyngd var heldur lægri en í fyrra, 15,77 kg nú á móti 16,19 kg árið 2012. Alls var slátrað 35.051 fjár nú á Höfn en 35.323 á síðasta ári að því er fram kemur á vef Norðlenska. „Það er ekki hægt að segja annað en að sláturtíðin hafi gengið mjög vel. Við sluppum við óveður nema í fyrstu vikunni, þegar gerði mikið hvassviðri þannig að fyrir vikið fórum við aðeins hægar af stað en við ætluðum. En að öðru leyti gekk allt upp,“ segir Einar Karlsson. Þetta er hrúturinn Vogur frá Hesti. Hann er ættaður undan besta hrúti landsins að sögn eigandans, Grábotna frá Vogi í Mývatnssveit. Vogur er nú búsettur á Skarði í Lundareykjadal og fékk hann þann vafasama heiður að vera fyrirsæta fyrir prjónaferð sem Markaðsstofa Vesturlands er að vinna fyrir Vesturland. Þessi landshluti hefur reyndar mikla sérstöðu þegar kemur að prjóni og ull. Þar má nefna Ullarselið á Hvanneyri, Hespuhúsið og nýjan sveitamarkað, Ljómalind í Borgarnesi, fyrir utan alla þá þekkingu sem býr í höndum kvenna á Vesturlandi. Mynd / Kristín Jónsdóttir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ. Þórir Jónsson og Anna M. Kristjáns- dóttir. Á bændafundum skiptast menn á skoðunum umbúðalaust. Hér má sjá Geir Ágústsson í Gerðum og Guðlaugu B. Guðgeirsdóttur í Skarði. Skúli Ragnarsson og Jón Hólmgeirs- son með ritgerðargimbrina á milli sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.