Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 1
22. tölublað 2013 Fimmtudagur 14. nóvember Blað nr. 407 19. árg. Upplag 31.000 Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist um 5,7% á 12 mánaða tímabili frá október í fyrra þar til í október í ár. Útflutningur hefur aukist umtalsvert undanfarna mánuði, en eingöngu er um útflutning á innmat að ræða. Innflutningur á beinlausu svínakjöti hingað til lands hefur aukist verulega undanfarið. Skilaverð til bænda fyrir framleiðslu sína hefur nú í haust lækkað töluvert, en sem dæmi má nefna að Sláturfélag Suðurlands hefur lækkað skilaverð um 55 krónur frá því í september. Erfitt að átta sig á stöðunni Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir erfitt að átta sig nákvæmlega á því hvað sé að gerast á markaði og þar geti margir þættir spilað saman. Aukinn innflutningur á svínakjöti hafi eflaust áhrif, sem og sala á öðrum kjöttegundum. Aukin innanlandsframleiðsla Samkvæmt yfirliti frá Lands- samtökum sláturleyfishafa hefur framleiðsla á svínakjöti aukist um 5,7% á einu ári, á tímabilinu frá því í október árið 2012 til október 2013. „Það kom svolítið skot í september og framleiðslan jókst en svo minnkaði hún aftur á móti í október miðað við sama mánuð í fyrra um 4,4,%,“ segir Hörður. Mun meira flutt út af innmat Hann segir athyglisvert að sjá að útflutningur á innmat hafi aukist mjög undanfarið, en hann nemur um 517 tonnum. „Það slagar upp í að vera m á n a ð a r - f r a m l e i ð s l a hjá okkur, hún var sem dæmi 584 tonn í október. Þarna er greinilega sóknarfæri sem sláturleyfishafar geta nýtt sér og hafa gert. Við höfum ekki heimild til að flytja ferskt svínakjöt inn á Evrópusambandslöndin en aðrar reglur gilda um innmatinn,“ segir hann. Á einu ári, frá október í fyrra og þar til í október í ár, hefur útflutningur aukist um 117%. Innflutningur aukist verulega Innflutningur á frosnu svínakjöti, þ.e. beinlausum vöðvum, hefur aftur á móti aukist verulega undanfarna mánuði. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs nam innflutningur 445 tonnum en var fyrir sama tímabil í fyrra 217 tonn. Kjötvinnslur nýta kjötið að hluta til í framleiðslu sína en annað fer beint á neytendamarkað. Lækka verð til bænda Sláturfélag Suðurlands lækkaði skilaverð til bænda um 35 krónur á mánudag í þessari viku en hafði í september lækkað verð um 20 krónur, samtals um 55 krónur. Hörður segir að þetta sé tæplega 12% lækkun í heild á skilaverði. „Ég átta mig ekki alveg á þessu og finnst þessi lækkun alls ekki vera í samræmi við þær opinberu tölur sem fyrir liggja, en vissulega hefur innflutningur aukist verulega,“ segir hann. /MÞÞ Tæplega 6% aukning á svínakjötsframleiðslu hér á landi frá október 2012 til septemberloka 2013: Innflutningur á frosnu svínakjöti hefur tvöfaldast á níu mánuðum – útflutningur á innmat eykst en SS hefur lækkað skilaverð til bænda í tvígang síðan í september, um samtals tæp 12% Bolungarvík: Frábærar viðtökur Mjólkurvinnslustöðin Arna í Bolungarvík hefur fengið mjög góðar viðtökur með framleiðslu- vörur sínar sem komu á markað fyrir skömmu. Fyrirtækið sér- hæfir sig í framleiðslu á hágæða laktósa fríum mjólkurafurðum sem framleiðsla hófst á í haust. Hafa viðtökurnar farið langt fram úr björtustu vonum eigenda. Fyrirtækið er til húsa þar sem áður var rækjuverksmiðjan Bakkavík og þar áður gamla frystihús Einars Guðfinnssonar. Þó að vörurnar séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir einstaklinga sem finna fyrir óþægindum við neyslu á venjulegum mjólkurafurðum segja forsvarsmenn Örnu að þær henti öllum öðrum líka, bæði þeim sem kjósi mataræði án laktósa og auðvitað öðrum sem kunni að meta vörunrnar. Forsvarsmenn segja ýmsa spennandi hluti í deiglunni hjá fyrir- tækinu, úr laktósafrírri mjólk, eins og skyrframleiðslu með gamla laginu og ostagerð. Lesa má nánar um þetta nýja fyrirtæki í mjólkuriðnaði á Vestfjörðum á bls. 26 og 27. /HKr. Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og stöðvarstjóri hjá Örnu (til vinstri á myndinni), er einn af ellefu eigendum í nýrri mjólkurstöð sem komið er starfsmaður stöðvarinnar. Mynd / HKr. Hörður Harðarson Svínakjötsframleiðslan á Íslandi hefur aukist lítillega milli ára. Myndir / TB 18 22 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra 30 Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára Fánasmiðjan á Ísafirði – mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.