Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 201312 Fréttir Alveg er það forkastanlegt að fylgjast með kröfugerð og virðingarleysi forystumanna Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés Magnússon framkvæmda stjóri talar með þeim hætti eins og hann einn viti betur en færustu vísindamenn og prófessorar hvernig sjúkdómar geti borist milli landa. Honum liggur svo mikið á í stóra kjötmálinu að nú ætlar hann að fá burðardýr til að koma með hrátt kjöt til Íslands í gegnum tollinn. Hann talar í fjölmiðlum eins og það sé forgangsmál hvað sem það kostar að gefa frelsi til að flytja hingað hrátt kjöt. Hann líkir þessu við bjórbannið og talar eins og málið sé ekki stærra en að koma með nærbuxur frá Kína. Hann tók að sér að kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA og engum kom á óvart að svar þeirra væri að laga yrði lögin að reglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í ESB hefur aldrei verið skilningur fyrir því að ekki mætti banna frjálsa för á hráu kjöti eða lifandi dýrum. Og svo er hitt að sumir íslenskir embættismenn hálf skammast sín fyrir að bera þessa sérstöðu sem hér er til staðar upp á fundum og í samninganefndum. Væri nú ekki rétt hjá blessuðum Andrési að hinkra og fá í hendur niðurstöðu sem mun liggja fyrir á fyrrihluta næsta árs. En Stephen Cobb frá Nýja-Sjálandi hefur verið ráðinn til að meta áhættu þess fyrir heilsu manna og dýra hér á landi ef innflutningur á hráu kjöti yrði heimilaður til Íslands. Hversvegna ekki að bíða niðurstöðu þessa færa manns sem rekur ráðgjafarfyrirtæki í Nýja- Sjálandi en þar eru aðstæður ekki ólíkar og hér og enginn afsláttur eða áhætta tekin. Ef Andrés bryti þeirra löggjöf með því að smygla hráu kjöti til Nýja-Sjálands yrði refsingin þyngri en fyrir að smygla eiturlyfjum. Smitsjúkdómastaða húsdýra á Íslandi Það er landfræðileg einangrun Íslands sem er höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í húsdýrum utan Íslands. Innflutningur lifandi dýra var bannaður hér 1882 eftir blóðugan niðurskurð þar sem sauðfjárstofninn nánast var feldur. Það er talið að smitsjúkdómastaðan hér sé enn svipuð og við upphaf Íslandsbyggðar. Hvernig geta pestir borist til landsins? 1. Með lifandi dýrum og erfðaefni þeirra þá eða sæði. 2. Með fóðri, grunur er um að salmonella hafi borist með fóðri. 3. Með fólki, fatnaði, verk- færum og farartækjum. 4. Með afurðum dýra, þá eða hráu kjöti, húðum o.fl. Nú er ekki verið að halda því fram að erlendur matur sé eitraður en þær aðstæður verða til að upp getur blossað sjúkdómur ef smitefnið kemst í snertingu við hina hreinu búfjárstofna okkar. Ef það gerist væri einnig lýðheilsu ógnað, mannslíf í hættu. Hvað sem líður orðaflaumi Andrésar og innflutningsmannanna sem brúka mjög orðið frelsi, frelsi í innflutningi búfjár og á hráu kjöti gæti snúist við og stráfellt dýrin okkar og kostað slík útgjöld að við risum ekki undir kostnaðinum. Frostið drepur sýkla Við flytjum inn frosið kjöt, frostið drepur sýkla. Hrein og ný nærföt má flytja inn hvaðan sem er, kjötið og lifandi dýr er allt annað dæmi. Sumir miklir menn kenna bændum um þessa hindrun en svo er ekki, hún er studd rökum færustu manna í læknisfræði við Háskólann. Þeir segja að sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna sé í mörgu tilliti einstök, og auðlind sem beri að verja með öllum tiltækum ráðum. Farðu varlega Margir kaupmenn skjólstæðingar Andrésar auglýsa til að upplýsa viðskiptamenn sína og fullvissa þá um öryggi vörunnar að í kjötborði þeirra sé bara íslensk kjötvara. Farðu varlega Andrés Magnússon, þú ert ekki alvitur fremur en ég en við skulum lesa saman skýrslu Stephen Cobb þegar hún kemur út. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Farðu varlega Andrés Magnússon Kokkalandsliðið er í æfingabúðum á Icelandair-hótelinu á Akureyri þessa dagana og býr sig undir Heimsmeistarakeppni kokka- landsliða sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember á næsta ári. Þátttaka í keppni sem þessari krefst mikils undirbúnings og er því mikilvægt fyrir liðið að koma saman til að geta einbeitt sér að því að undirbúa öll þau smáatriði sem fylgja matargerðinni. Í Heimsmeistarakeppninni er keppt í tveimur greinum, annars vegar í að laga margs konar veislurétti sem eru sýndir kaldir á sér útbúnu uppstilltu borði. Það eru mörg handtök við að búa til allar einingarnar sem settar eru á kalt borð sem þetta, fingramatur, forréttir, aðalréttir, eftirréttir og konfektmolar auk þess sem borðið er skreytt með stóru sykurlistaverki. Hinn hluti keppninnar er veislumáltíð fyrir þriggja rétta matseðil. Þá er eldað fyrir 110 manns og maturinn afgreiddur líkt og um veitingastað væri rað ræða. Í æfingabúðunum á Akureyri ætlar kokkalandsliðið að matreiða og útbúa kalt borð sambærilegt við það sem verður í keppninni sjálfri að ári liðnu. Þegar borðið hefur verið sett upp verða sérstakir dómarar fengnir til að dæma afraksturinn samkvæmt alþjóðlegum reglum matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið æfir á Akureyri fyrir heimsmeistarakeppni Í kokkalandsliðinu eru: Hákon Már Örvarsson, faglegur framkvæmdastjóri, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson, Axel Clausen, Hrafnkell Sigríðarson, Daníel Cochran, Garðar Kári Garðarsson, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Arnar Jón Ragnarsson og María Shramko, sem er meistari í sykurskreytingum. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) hélt aðalfund sinn í Bændahöllinni laugardaginn 9. nóvember síðast- liðinn og fagnaði um leið 10 ára afmæli félagsins. Mæting var með mesta móti, um 30 manns, og var Hugi Ármannsson, bóndi á Stóra- Núpi, kosinn nýr formaður félagsins. Mikill samhugur ræktenda Landnámshænan hefur nú öðlast almenna viðurkenningu hérlendis og er búin að marka sér sess í Evrópu og Ameríku einnig. Félagið samþykkti fyrir tveim árum útlitslýsingu landnámshænsna byggða á þeim stofni sem safnað var saman af dr. Stefáni Aðalsteinssyni og var grunnur þess stofns sem nú er í ræktun. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga Óafs Dýrmundssonar um að stjórn félagsins komi upp skrá yfir viðurkennda ræktendur landnámshænsna samkvæmt gildandi reglum um útlits- og atferliseinkenni. Það verði gert með þeim hætti að öllum félögum ERL sem rækta slík hænsni og dreifa þeim verði gefinn kostur á að sækja um skráningu að undan- g e n g i n n i úttekt á ræktun og a ð b ú n a ð i hænsnanna, sem stjórnin eða fulltrúar hennar annast. Með þessu er hægt að tryggja kaupendum landnámshænsa að þeir fái unga sem falla að útlitslýsingunni og það mun einnig bjóða upp á betra samstarf ræktenda og gera þeim kleift að styrkja stofna sína með auðveldari hætti. Auk skýrslu formanns, Júlíusar Más Baldurssonar, og hefðbundinna aðalfundarstarfa voru samþykktar nokkrar lagabreytingar. Fjárhagur ERL er góður, umræður um ýmis efni voru líflegar og fram kom sterkur vilji félagsmanna til að varðveita sem best það erfðaefni sem í stofninum býr. Þá var kynnt á fundinum nýtt tölublað félagsritsins, „Landnámshænan“, með fróðlegt og fjölbreytt efni að vanda. Hugi Ármannsson nýr formaður Við stjórnarkjör var kosinn nýr formaður ERL í stað Júlíusar Már Baldurssonar, sem gaf ekki kost á sér áfram. Nýr formaður er Hugi Ármannsson, bóndi á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi hinum forna. Auk hans kom Ása Lísbet Björgvinsdóttir ritari ný inn í stjórnina en þar situr einnig Valgerður Auðunsdóttir gjaldkeri. Í lok fundar voru fráfarandi formanni og öðru stjórnarfólki þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Þess má geta að undir liðnum „Önnur mál“ var vikið að erfiðleikum fólks við að fá að halda fáein hænsni í þéttbýli og skort á reglum um leyfisveitingu og aðbúnað. Þó eru fáein dæmi þess að settar hafi verið slíkar reglur, til dæmis á Akureyri og Selfossi, en hanar þykja of hávaðasamir og verða því þéttbýlishænurnar að vera án þeirra. Landnámshænsnafélagið 10 ára: Hugi Ármannsson kjörinn nýr formaður á aðalfundi Tillaga samþykkt um að gera skrá yfir viðurkennda ræktendur landnámshænsna Landsnet byggir nýtt tengivirki og varaaflstöð í Bolungarvík Byggingu nýs tengivirkis og vara- aflstöðvar Landsnets í Bolungar- vík miðar vel áfram og er stefnt að því að stöðin verði tekin í notkun í október 2014. Hún á að tryggja orkuafhendingu á norðan verðum Vestfjörðum og tengivirkið leysir af hólmi núverandi virki í Bolungarvík sem er á snjóflóðahættusvæði. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um hálfur annar milljarður króna. Verkefnið, sem ber vinnuheitið Varaafl á Vestfjörðum, er unnið í samstarfi við Orkubú Vestfjarða, sem mun einnig hafa aðstöðu í nýja tengivirkinu fyrir sinn búnað. Undirbúningur hófst haustið 2012 og eru varaaflsstöðin og nýja tengivirkið, sem verður áfast dísilrafstöðvarhúsinu ásamt tveimur 100 rúmmetra olíutönkum, sunnan þéttbýlisins í Bolungarvík, á lóð nr. 24 við Tjarnarkamb. Framkvæmdum við jarðvegsvinnu og grunn hússins lauk fyrr í haust og er nú unnið að uppslætti. Stefnt er að því að steypa upp veggi fyrir áramót og þakplötu sem fyrst á nýju ári þegar veður leyfir, en byggingu hússins á að mestu að vera lokið næsta vor. Búið er að samþykkja tilboð í vélbúnað frá Attacus Power AB og er gert ráð fyrir að því að byrjað verði að koma vélum fyrir í húsinu í byrjun júní. Einnig er búið að samþykkja tilboð í uppsetn- ingu rafbúnaðar og mun Orkuvirki sjá um þá framkvæmd næsta sumar. Þotan hf. sá um jarðvegs- framkvæmdir og ÍAV annast bygginga- framkvæmdir. Fullnaðarfrágangi utanhúss á að vera lokið 1. júlí og gangsetning varaaflsstöðvarinnar er áætluð í október 2014. Samhliða byggingu vara afl- stöðvarinnar og tengivirkisins er unnið að breytingum á Bolungarvíkurlínum 1 og 2 og hefur verið samið við Gámaþjónustu Vestfjaðra um að Unnið að undirstöðum nýju vara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.