Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Fánasmiðjan ehf. hóf starfsemi á Ísafirði í ársbyrjun 2011. Fyrirtækið var áður starfandi á Þórshöfn á Langanesi en við efnahagshrunið á Íslandi hrundi markaðurinn samhliða því að stökkbreyting varð á skuldum félagsins. Ekki var þá vilji hjá viðskiptabanka félagsins að endurreisa starfsemina á Þórshöfn og var fyrirtækið því selt til Ísafjarðar. Örn Smári Gíslason, núverandi framkvæmdastjóri Fánasmiðjunnar, var potturinn og pannan í því að kaupa fyrirtækið og var hugmyndin að skjóta þannig fleiri stoðum undir atvinnulífið á Ísafirði. Hann var einnig í rekstri rafiðnaðarfyrirtækisins Rafskauts á Ísafirði. Það félag keypti húsnæði Norðurtangans á Ísafirði þar sem áður var tækjasalur, fiskvinnsla og umbúðageymsla. Í þessu húsnæði var Fánasmiðjan sett upp. Fyrirtækið hafði þó ekki starfað nema í eitt og hálft ár í Norðurtangahúsinu þegar brennuvargur kveikti í húsnæðinu um sumarið 2012. Miklar skemmdir urðu á húsi og öllum búnaði fánasmiðjunnar og var tjónið talið nema um 70 milljónum króna. Örn Smári sagði að taka hefði þurft allt húsnæðið í gegn. Afgreiðslan, prentrýmið, sauma stofan, skrifstofan og lagerinn hefði eyðilagst í brunanum og sót lagst yfir annan búnað. Þá hefði mikið af tækjabúnaði eyðilagst en tryggingar verið af skornum skammti svo að tjón eigenda hefði verið mjög tilfinnanlegt. Þrátt fyrir að sá sem olli brunanum hafi á endanum viðurkennt íkveikju segir Örn Smári ljóst að hann sé ekki borgunarmaður fyrir tjóninu. Eigi að síður var tekin sú ákvörðun að endurreisa Fánasmiðjuna og kaupa þá inn nýjan og enn fullkomnari búnað af ýmsum toga. Opnað á ný í janúar á þessu ári Fyrirtækið var á ný opnað eftir gagngerar endurbætur í janúar á þessu ári. Örn Smári segir að þrátt fyrir að viðskiptavinir hafi þurft að leita annað eftir brunann sé markaðurinn óðum að vinnast upp á nýjan leik. „Núna erum við mjög vel tækjum búin. Það er því vonandi að það sem tapaðist í brunanum ásamt því fjár- magni sem þurft hefur að bæta við vegna uppbyggingarinnar vinnist upp á næstu árum. Það var ágætis vertíð í sumar en veturnir eru alltaf rólegri í þessum geira. Við keyrum því talsvert á heimamarkaðinn þessa mánuðina.“ Með öfugustu vél á landinu Fánasmiðjan gerir fleira en að prenta fána í öllum mögulegum gerðum, því þar er líka hægt að láta prenta myndir á striga og þá með olíubundnum litum sem þola vel raka. Silkiprentun er mjög stór þáttur í rekstrinum og er Fánasmiðjan með öflugustu vél á því sviði á landinu. Getur hún annað þrefaldri ársframleiðslu á Íslandi. Hægt er að prenta í 160 sentímetra breidd í rafrænni prentun og 220 sentímetra í silkiprentvélinni og í nær ótakmarkaðri lengd. Í raun eru lítil takmörk fyrir því sem hægt er að gera nema hugmyndaflug viðskiptavina og starfsmanna. Framleiðsla minjagripa af ýmsum toga er líka iðkuð í Fánasmiðjunni og hefur hún m.a. aðgang að vatnsskurðarvél Rafskauts sem getur t.d. skorið út platta og aðra Fánasmiðjan ehf. á Ísafirði komin á fullt skrið á ný eftir bruna á síðasta ári: Mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.