Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 41
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Utan úr heimi Nordisk Byggetræf er ráðstefna sem haldin er á Norðurlöndunum annað hvert ár en þá koma saman helstu hönnuðir, ráðgjafar og rannsóknamenn á sviði fjósa og fjárhúsa á þriggja til fjögurra daga fundi með blöndu af fræðilegum erindum, reynslusögum og vettvangsferðum. Ráðstefnan var nú haldin í Noregi, nánar tiltekið í Hamri. Alls tóku rúmlega 50 manns þátt í ráð- stefnunni en það er afar j á k v æ t t að sjá hve á h u g i n n er mikill og vaxandi. Reyndar voru ekki nema tveir frá Íslandi að þessu sinni, sem er auðvitað miður enda fæst ein allra besta endur menntun á sviðinu sem unnt er að ná í með því að taka þátt. 15 fagleg erindi Að þessu sinni voru haldin 15 fagleg erindi en auk þeirra var farið í skoðunarferðir og skoðuð bæði fjós, fjárhús og geitahús. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir helstu erindunum sem flutt voru á ráðstefnunni. Meira rými Nokkur erindi komu inn á nýjar kröfur um hönnun á fjósum og fjárhúsum, sér í lagi stórauknar kröfur til aukins rýmis búfjárins. Í því sambandi má t.d. nefna afar gott erindi dr. Knut E. Bøe sem fjallaði m.a. um samspilið á milli dýravelferðar og kostnaðar og hvernig grunn forsendur eru í dag reiknaðar út gagnvart plássþörf dýra, þar sem horft er bæði til hegðunar og einnig hreyfiþarfa gripa sem eru vissulega gríðarlega ólíkar eftir búfjártegundum. Fjós fyrir holdagripi Sláturfélagið Nortura, sem er samvinnufélag norskra bænda, rekur eigin ráðgjafaþjónustu á s v i ð i kjötframleiðslu og er með útihúsahönnuði á sínum vegum m.a. Íslendinginn Unni Salóme Árnadóttur. Starfssystir hennar, Elisabeth Kluften, flutti stórgott erindi um stöðu nautakjöts- framleiðslunnar í Noregi og hvað Nortura er að gera til þess að efla framleiðsluna. Í dag eru 65 þúsund holdakýr í landinu en meðalbústærðin er tæpar 19 kýr. Nortura hefur hins vegar reiknað út að vegna aukinnar neyslu og fólksfjölgunar þá þurfi að auka framleiðsluna verulega og að árið 2022 þurfi 80 þúsund fleiri holdakýr en eru í landinu í dag! Inni í þeirri tölu er einnig núverandi vöntun kjöts á norska markaðinum, en töluvert mikið er flutt inn af kjöti og er ætlun Nortura að ná þeim markaði til baka á ný. Til þess að gera búgreinina meira aðlaðandi og áhugaverðari hefur sláturfélagið því lagt töluvert mikið á sig til þess að ráðleggja bændum um framleiðsluhætti, hönnun fjósbygginga o.fl. Þá leggur félagið mikla áherslu á hagkvæmnisútreikninga en ráðunautar Nortura þekkja t.d. norska styrkjakerfið út og inn enda vega styrkir þungt í norskum landbúnaði eftir búsetu. Fá byggingastyrki Það er dagljóst að norskur landbúnaður hefur búið við töluverðan meðvind á liðnum árum og með sterkan opinberan olíusjóð er lífið vissulega auðveldara. Þannig fá norskir bændur t.d. styrki frá téðum sjóði til þess að byggja útihús og nemur styrkurinn 30% byggingakostnaðar þó að hámarki 900.000 NOK eða um 18 milljónir íslenskra króna og munar um minna. Þá eru vextir niðurgreiddir einnig af sama sjóði, svo allt hjálpast þetta að til þess að gera þarlendum bændum mögulegt að efla framleiðsluna. Stefna á stærri fjós Í yfirgripsmiklu erindi Lars Erik Ruud, sérfræðings TINE í fjósbyggingum, kom fram að bústærðin í Noregi er allt of lítil og að hagkvæmni stærðarinnar hafi enn ekki komið þar fram enda búin að jafnaði með færri en 20 kýr. Nokkurra ára gömul norsk rannsókn sýnir að við þarlendar aðstæður er minnst vinnuframlag pr. grip í 60 kúa fjósum, þ.e. þrefalt stærri en þau sem eru til staðar í dag. Fjós af þeirri stærð eru hins vegar afar dýr og því hafa Norðmenn verið að skoða leiðir til þess að lækka byggingakostnað s.s. með því að vera með burðarsúlur undir stálgrind, en það lækkar byggingakostnað verulega miðað við að vera með sjálfberandi grind. Þá horfa Norðmenn til þess að draga úr notkun á steinsteypu en Nordisk Byggetræf í áttunda skipti Arfur Maós Norska dagblaðið Nationen birti nýlega grein um Kína þar sem myndir fylgdu af þurrum árfarvegum. Ástæða vatns leysisins var sögð sú að að árvatnið er leitt burt í skurðum til vökvunar víð- lendra akra eða það hefur gufað upp. Ræktunarland í Kína er álíka mikið og í Bandaríkjunum en Kínverjar eru fjórfalt fleiri en Bandaríkjamenn og þarfnast að sama skapi meiri matvæla. Af því leiðir að Kínverjar þurfa að gjörnýta ræktunarland sitt og nota til þess mikið af vatni sem leitt er úr ám og vötnum. Uppgufun áveituvatnsins stuðlar einnig að því að halda lofthitanum í skefjum. Losun koltvísýrings í Kína er álíka mikil og í Bandaríkjunum. Ósanngjarnt væri að álasa Kínverjum fyrir kolabrennslu þar sem á móti kemur að í Kína er lítið um jarðgas. Hvað varðar kjarnorku hafa Bandaríkjamenn forskot en í nýtingu á sólarorku og vindafli er Kína komið fram úr þeim. Þá hafa Kínverjar náð góðum tökum á því að takmarka losun koltvísýrings, borið saman við Bandaríkjamenn. Kínverjar eru fjölmennir miðað við hin stórveldin, Bandaríkin og Rússland. Þeim er þetta vel ljóst og hafa brugðist við því á þrennan hátt. 1. Með eins barns fjölskyldum. Það er óvinsælt vegna þess að kínverskar fjölskyldur telja mikilvægt að eignast son sem fyrirvinnu aldraðra foreldra. 2. Með mikilli áherslu á útflutning, m.a. til kaupa á olíu og hráefni. 3. Með samningum um langtíma- leigu á jarðnæði, einkum í Afríku, til að tryggja aðgang þjóðarinnar að matvælum. Hinn mikli fólksfjöldi Kína er á tvennan hátt arfur frá Mao formanni sem lengi réð þar ríkjum. Kommúnistar náðu völdum í Kína eftir tímabil stríðsátaka, náttúruáfalla og hungursneyðar. Með bættu skipulagi fækkaði dauðsföllum og fólki fjölgaði ört, en einnig vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar var lágur. Hugtakið „fólksfjölgunar- sprenging“ birtist fyrst sem nokkurs konar áróðursbragð frá Sameinuðu þjóðunum, sem sáu fram á að jarðarbúum gæti fjölgað í 6,5 milljarða árið 2005. Kínverjar sáu þetta eins og aðrir en Maó brást við því á sinn eigin hátt. Hann var þess næsta fullviss að Kalda stríðið mundi leiða til atóm styrjaldar sem mundi fækka jarðarbúum um helming eða meira. Þar með væri um að gera að Kínverjum fjölgaði til að nægilega margir lifðu af atómstríð. Afleiðing þessa var sú að það seinkaði takmörkun á fólksfækkun í Kína. Það er ekki hægt að álasa Kínverjum hvernig nú er komið en afleiðingin er hins vegar sú að ganga verður nær nýtingu náttúruauðlinda í Kína en í flestum öðrum löndum. Nýjar skýrslur frá Veðurfars ráði SÞ sýna að enn verður að draga harkalega úr losun koltvísýrings í heiminum. Það er að vísu óraunsæi að það gerist í Kína og öðrum nýjum iðn ríkjum. Þess vegna þarf að takmarka losunina með öllum ráðum í Bandaríkjunum og öðrum fjölmennum iðnríkjum. Gleymum öllum losunarkvótum einstakra landa og kvótaviðskiptum. Innleiðum þess í stað algjört bann við orkuvinnslu með brennslu kola og álíka orkugjöfum og skattleggjum enn meira olíuafurðir og brennslu á jarðgasi. Nationen 12. okt. 2013, Jo Heringstad /Þýtt og endursagt ME. Velferðarstíur eins og sú sem hér sést eru nánast staðalbúnaður í nýbyggðum mjaltaþjónafjósum enda gjörbreyta þær nýtingarmöguleikum mjaltaþjónanna. Unnt er að draga úr losun kol- tvísýrings í búfjárrækt um þriðjung, að sögn FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingar FAO hafa búið til reiknilíkön sem byggjast á nákvæmum mælingum á losun koltvísýrings í fjölda framleiðsluferla í búfjárrækt, eða m.ö.o. við flutning, kælingu og pökkun afurðanna. Samkvæmt skýrslu FAO er tiltölulega auðvelt að mæla helstu losunarþættina. Um 45% verða við framleiðslu og meðferð fóðursins. Metangas, sem kýrnar skila frá sér, nemur 39% af niðurbroti búfjáráburðarins. Aðra losun má rekja til úrvinnslu og flutnings afurðanna. Sérfræðingar FAO telja að meðferð fóðursins og heilbrigði gripanna geti dregið verulega úr þessari losun. Í búfjárrækt er sterk tenging milli milli notkunar á fóðri og öðrum rekstrarvörum, framleiðni búsins og magni úrgangs frá rekstrinum. Tryggasta leiðin til að draga úr losuninni er að kynna sér vinnubrögðin hjá bændum, sem náð hafa bestum árangri í greininni, segir FAO. Skynsamlegast er að gera nauðsynlegar breytingar á vinnu- ferlinum sem fyrst þar sem eftirspurn eftir kjöti heldur áfram að aukast, einkum í fátækum löndum. Á Vestur- löndum er hagnaðar prósentan lág en rekstrar- a f k ö s t i n mikil. Þar geta tiltölu- lega litlar breytingar á rekstrinum dregið veru- lega úr losun kol- tvísýringsins. Þetta á t.d. við um mjólkurframleiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku og svínarækt í Asíu. Um 65% af losun gróðurhúsa- lofttegunda í búfjárrækt koma frá nautgriparækt. Jafnframt er þar mests árangurs að vænta í baráttunni gegn þessari losun, að sögn FAO. /Þýtt og endursagt ME. Unnt að draga úr losun koltvísýrings í búfjárrækt um þriðjung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.