Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 201310 Fréttir Nemendur og kennarar Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit fóru nýlega í fræsöfnunarferð undir leiðsögn Daða Lange Friðrikssonar, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Norðurlandi eystra. Birkifræi var safnað í nágrenni skólans og verður það m.a. notað til uppgræðslu á þeim slóðum, á landgræðslusvæðum í Mývatnssveit og í landgræðsluskógaverkefninu. Fræsöfnunin var liður í útifræðslu við skólann, en Reykjahlíðarskóli er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar sem hefur það að markmiði að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. /MÞÞ Leikskólabörn í heimsókn í Búgarði: Uppstoppaður haus af Sokka vakti athygli Safna birkifræjum Starfsfólk Búgarðs á Akureyri fékk góða heimsókn í liðinni viku, en þá komu 27 börn af deildinni Fífilbrekku á Naustatjörn í vinnustaðaheimsókn í Búgarð. Börnin fóru um húsnæðið og fengu leiðsögn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda sem þar hefur aðsetur, segir að börnin hafi farið um húsnæðið og fengið að sjá sýnishorn af því hvað ein kýr étur, drekkur og mjólkar á einum degi. „Þau fengu að skoða pöddur í víðsjá hjá Bjarna Guðleifssyni og síðan var farið yfir hvað dýrin og afkvæmi þeirra heita. Börninum þótti líka gaman að ræða um litina á dýrunum og þá vakti uppstoppaði hausinn af honum Sokka sem gnæfir yfir stiga- ganginum óskipta athygli.“ /MÞÞ Leikskólabörnin voru hress og kát með heimsóknina í Búgarð. Árangur og aðferðir Grenivíkur- skóla í umhverfis málum hafa vakið athygli opinberlega og verið kynntar m.a. á ráðstefnu Landverndar um umhverfismál í Hörpu í októberog öðrum skólum á Norðurlandi. Þá fóru fulltrúar skólans, systkinin Birta María og Þorsteinn Ágúst, á Umhverfisþing sem haldið var í Hörpu í liðinni viku og fluttu þar erindi fyrir hönd Grenivíkurskóla. Haustið 2005 var farið að vinna skipulega að flokkun og moltugerð í Grenivíkurskóla og hefur hann fengið Grænfánann, viðurkenningu Landverndar um umhverfismál í skólum, fjórum sinnum. Það var Sigríður Sverrisdóttir, kennari og guðmóðir verkefnisins í Grenivíkurskóla, sem sagði frá stefnu skólans í umhverfismálum og hvernig unnið hefur verið á lýðræðislegan hátt við úrlausnir verkefna í samstarfi við sveitarstjórn Grýtubakkahrepps. Gera tilraun með moltu við uppgræðslu gróðursnauðra svæða Sem dæmi hafa nemendur sent sveitarstjórn erindi um breytingar sem þeir vilja fá fram í sveitarfélaginu og þeim verið tekið sem fullgildum. Þar má nefna að nemendur sendu myndir og greinargerð um gámasvæði sem þeir töldu þurfa mikilla úrbóta við og er nú orðið hið glæsilegasta. Þeir hafa einnig gert tilraunir með moltuna sína við landgræðslu á gróðursnauðu svæði með góðum árangri og í framhaldi af því sótt um gróðursnautt svæði til uppgræðslu. Þeir hafa síðan einnig fengið synjun á erindum rétt eins og gerist í lýðræðisþjóðfélagi. Erindi þeirra Birtu Maríu og Þorsteins Ágústs á Umhverfis- þinginu í Hörpu var tekið afar vel og stóðu þau sig með miklum ágætum. Ljóst er að þingfulltrúum leist vel á starf Grenivíkurskóla í umhverfismálum. /MÞÞ Grenivíkurskóli: Starf í umhverfismálum vekur athygli Grenivíkurskóla hlaut Grænfánann í fjórða sinn á dögunum og var því fagnað sem vera ber. Nemendur að leik úti í snjónum. Grímsnes- og Grafningshreppur: Hugsað vel um gamla og unga fólkið Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að bjóða öllum eldri borgurum í sveitarfélaginu á svokallaða Sparidaga á Hótel Örk dagana 16.–21. febrúar 2014. Dagarnir eru íbúunum að kostnaðarlausu, allt í boði sveitarfélagsins. Þá geta framhaldsskóla- nemendur (16 til 20 ára) búsettir í sveitarfélaginu sótt um peningastyrk, 30.000 krónur á önn, til sveitarfélagsins. Framvísa þarf vottorði um skólavist á haustönn 2013 á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps á Borg í Grímsnesi áður en styrkurinn er greiddur út. /MHH Kanadíska ráðgjafarfyrirtækið Metsco Energy Solutions hefur unnið óháða úttekt á tæknilegri þróun og kostnaðar mun rafmagns jarðstrengja og loftlína á 132 og 220 kV spennustigum. Úttektin, sem kynnt var í Norræna húsinu í Reykjavík og í Miðgarði i Skaga firði í gær, var unnin að beiðni Land- verndar í október. Hún sýnir að munur á kostnaði við 220 kíló volta (kV) jarð streng og loft línu er aðeins um 20% (miðað við 400 megavolt- amper (MVA) flutningsgetu), talsvert lægri en haldið hefur verið fram hérlendis hingað til. Ekki lengur hægt að ýta jarðstrengjalausn út af borðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir ekki lengur hægt að ýta jarð- strengslausn á háum spennustigum út af borðinu á grundvelli kostnaðar- munar. Nær enginn munur er á lægri spennustigum en 220 kV. Útreikningarnir sem Þórhallur Hjartarson, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Metsco Energy Solutions kynnti í gær, miðast við 60 ára líftíma loftlína og jarðstrengja. Þar kom fram að ekkert benti til annars en að jarðstrengir entust í a.m.k. 60 ár ef þess væri gætt að reka þá innan hitaþolsmarka strengjanna. Þá segir í skýrslunni að hafa beri í huga að þegar loftlínur séu byggðar á umdeildum svæðum, t.d. þar sem náttúruverndarsjónarmið séu ráðandi, sé ekki ólíklegt að þær verði rifnar og settar í jörð áður en 60 ára líftíma þeirra sé náð, sem myndi leiða til þess að fjárfestingin væri óhagkvæm. Þessi úttekt Metsco Energy Solutions virðist vera nokkuð í takt við frétt Bændablaðsins 17. október þar sem greint var frá út reikningum RTE í Frakk- landi. Niður- stöður Frakk- anna voru að kostnaðurinn við 225 kíló- volta jarðstreng jafnaðist út við kostnað vegna loftlínu á 45 árum. Ú t t e k t Metsco felur í sér almennan samanburður og fram kemur í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bera ávallt saman loftlínur og jarðstrengi á einstökum línuleiðum til að fá nákvæmari samanburð. Telur Metsco einungis hægt að gera raunverulegan samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína með því að taka tillit til bæði stofn- og rekstrarkostnaðar eða svokallaðs líftímakostnaðar (e. lifecycle costs). Miðað er við 60 ára líftíma bæði loftlína og jarðstrengja og heildarkostnað fyrir dæmigerða 120 km línulengd í dreifbýli. Mikilvægar niðurstöður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstöður Metsco séu mikilvægar fyrir umræðu um jarðstrengi og loftlínur á Íslandi. „Þær kalla á nýja nálgun þegar kemur að viðhaldi og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það er einkum þrennt sem hér skiptir máli. Í fyrsta lagi sýnir úttektin að tæknilega og kostnaðarlega má auðveldlega setja raflínur í jörð upp að a.m.k. 400 MVA flutningsgetu án þess að kostnaðarmunur sé umtalsverður. Ég tel því að skoða beri fyrirhugaðar framkvæmdir Landsnets í þessu nýja ljósi. Sú flutningsgeta sem hér um ræðir annar fyllilega og vel það vexti í almennri raforkunotkun hérlendis á næstu áratugum. Í öðru lagi sýna niðurstöðurnar að þegar kemur að umhverfismati er ekki lengur hægt að ýta jarðstrengslausn á háum spennustigum út af borðinu á grundvelli kostnaðarmunar. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem Landvernd hefur lagt ríka áherslu á, þ.e.a.s. að bera saman umhverfisáhrif jarðstrengja og loftlína þannig að lágmarka megi neikvæð áhrif raforkuflutningskerfisins á umhverfi og samfélag. Í þriðja lagi er alveg ljóst að á löngum línuleiðum ætti auðveldlega að vera hægt að setja a.m.k. hluta raf- lína í jörðu, sérstaklega á viðkvæmum svæðum, þar sem umhverfismat leiði í ljós að loftlínur hafi meiri neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag en jarð- strengir,“ segir Guðmundur. Sífellt vænlegri kostur Enda þótt loftlínur séu enn ríkjandi í byggingu flutningskerfa í heiminum þegar á heildina er litið hafa tækni- nýjungar í framleiðslu jarðstrengja og búnaði þeim tengdum gert notkun jarðstrengja í flutningskerfum sífellt vænlegri kost á síðustu áratugum. Þetta gildir einnig um Ísland, þar sem lagning jarðstrengja hefur aukist síðan um 1990 bæði í dreifi- og flutningskerfi allt að 132 kV spennu. Þó að nákvæmar tölur liggi ekki fyrir hefur reynsla af jarðstrengjum almennt verið góð með tilliti til reksturs og áreiðanleika. Það sem helst mælir með notkun jarðstrengja er fagurfræði- og umhverfislegt gildi, minna orkutap, lægri rekstrarkostnaður og engin áhrif veðurs, seltu og ísingar. Hins vegar eru loftlínur með mjög hárri spennu, t.d. 400 kV, enn sem komið er mun ódýrari í byggingu, auðveldari í viðhaldi og veita meira svigrúm til aukningar á flutningsgetu. /HKr. Landvernd kynnir úttekt á kostnaði við 220 kV jarðstrengi: Munurinn aðeins um 20 prósent – segir ekki lengur hægt að ýta jarðstrengslausnum út af borðinu Gudmundur Ingi Gudbrandsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.