Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON (L. í.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.) 42. árg. Reykjavík 1958 3. tbl. Ltt st tt tt tijör Itvhttii Greinargerð frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur*) Á undanförnum árum hefur þaö verið vaxandi áhyggjuefni ýmissa hugsandi manna innan læknastéttarinnar, live kjör hennar eru rýr og hafa farið rýrnandi. Er nú svo komið vegna kjararýrnunar, að lækn- um veitist æ erfiðara að efla þekkingu sína og kynna sér nýj- ungar þær, sem stöðugt koma fram. Vegna hinnar öru þró- unar í læknisfræðinni, er lækn- um brýn nauðsyn að verja veru- legum tíma til lesturs fagrita. Sökum mannfæðar hér á landi, er íslenzkum læknum sérstök nauðsyn á að fara utan til að kynnast af eigin raun því, sem er að gerast á úrvalsstofnunum stórþjóðanna. Sé læknum þetta ókleift, getur þjónusta þeirra ekki orðið eins fullkomin og krefjast verður af nútimalækn- um. Vegna lágra launa er helzta úrræði manna að vinna óeðli- lega langan vinnudag, til að sjá sér og sínum farborða. Verður þá lítill tími afgangs til lestr- ar og frístundir engar. Geta má og nærri, að læknar leggi ekki fyrir fé, sem tiltækilegt er til utanferða, þegar þeir þurfa að vinna svo sem nú er raun á orðin fyrir hrýnustu nauðsynj- um. Samt sem áður hefur það lengi verið almanna rómur, að læknar liefðu miklar tekjur og betri afkomu en flestar stéttir aðrar. Svo ramman hefur kveð- ið að þjóðtrúnni að jafnvel sum- ir læknar hafa trúað þessu sjálf- ir, einkum þeir, sem ekki liafa þurft að stofna til mikilla náms- skulda. Flestum læknum er þó nú orðið Ijóst, að hér hefur ekki verið allt með felldu. *) Greinargerð þessa hafa tekið saman Arinbjörn Kolbeinsson og Tómas Helgason, fyrir tilmæli stjórnar L. R.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.